fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Eyjan

„Golfmót Miðfokksin tóks vonum famar“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. júlí 2019 11:05

Karl Gauti og Gerða, sigurvegarar mótsins, ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Mynd-Facebooksíða Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn hélt sitt fyrsta golfmót um helgina, en það var haldið í Grindavík. Því lauk í gærkveldi með sigri Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins og Gerðu Hammer, sem var í framboði fyrir Miðflokkinn í sveitastjórnarkosningunum í fyrra. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Miðflokksins.

Greint er frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hafi verið í hlutverki eftirlitsdómara en draga hafi þurft um 2. og 3. sætið þar sem þrjú lið voru jöfn að stigum.

Miðflokksmenn létu votviðrið ekki á sig fá, enda geta þeir glaðst yfir góðum stuðningi í könnunum, þar sem fyrrverandi stuðningsmenn Sjálfstæðisfloksins virðast flykkjast yfir til þeirra vegna þriðja orkupakkans.

Færslan var sett inn skömmu eftir miðnætti og eitthvað hefur stafsetningin misfarist, enda þreytan eflaust farin að gera vart við sig líkt og lesa má úr fyrirsögninni á Facebook:

„Golfmót Miðfokksin tóks vonum famar“

Uppfært:

Búið er að breyta fyrirsögninni hjá Miðflokknum. Hún er núna aðeins réttari, en nafn Miðflokksins er þó ennþá vitlaust stafað:

„Golfmót Miðfokksins tókst vonum framar“

 

Sjá má breytingarnar hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja