fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Sir Roger Moore er látinn

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski leikarinn Roger Moore, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í James Bond-myndunum, er látinn, 89 ára að aldri. Þetta tilkynntu börn leikarans en í tilkynningunni kemur fram að Moore hafi látist í Sviss. Banamein hans var krabbamein sem hann hafði glímt við um skamma hríð.

Moore fæddist í London árið 1927 og eftir að hafa starfað sem fyrirsæta á sínum yngri árum skrifaði hann undir samning við HGM snemma á sjötta áratug síðustu aldar.

Ferill Moore í kvikmyndum fór rólega af stað en árið 1973 kom stóra tækifærið þegar hann túlkaði James Bond í myndinni Live and Let Die.

Allt í allt lék Moore í sex Bond-myndum á tólf ára tímabili. Síðasta Bond-mynd hans kom út árið 1985 og þá var hann orðinn 58 ára.

Auk þess að leika James Bond lék Moore í vinsælum sjónvarpsþáttum á borð við The Saint og The Persuaders! Þá lét hann sig góðgerðarmál varða og var gerður að sérstökum erindreka Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, árið 1991.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld