fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Fingralangur fararstjóri gripinn í Leifsstöð

Auður Ösp
Miðvikudaginn 24. maí 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árvekni tollvarða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar varð til þess að upp komst um þjófnað á varningi úr Pure Food Hall versluninni að andvirði tæplega 100 þúsund krónur nýverið. Þar var á ferðinni erlendur einstaklingur sem var að koma frá Stokkhólmi og var tekinn til skoðunar í grænu hliði.

Í farangri viðkomandi var meðal annars frosið kjöt, tvær flöskur af Flóka viskíi og 10 glös af selaolíu, samtals að andvirði 91.102 krónur.

Ferðalangurinn sem kvaðst vera leiðsögumaður fyrir ferðahópa gat ekki framvísað kassakvittun fyrir vörunum þegar eftir því var leitað. Útskýringar hans á vörslu þessa dýra varnings voru margar og margvíslegar og engar tvær eins.

Starfsmenn tollgæslunnar höfðu því samband við starfsmann verslunarinnar og kom þá í ljós í sjóðsvélum að engin slík sala hefði farið fram á þeim tíma sem passaði við ferðir leiðsögumannsins. Ljóst þótti því að vörurnar væru stolnar og voru þær haldlagðar og skilað aftur í verslunina sem hyggst kæra þjófnaðinn til lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins