fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Gríska sjoppan – menningarfyrirbæri á fallanda fæti

Egill Helgason
Föstudaginn 19. júlí 2019 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríska sjoppan eða periptero eins og það heitir á grísku er sérstakt menningarfyrirbæri. Þessar sjoppur er að finna í borgum og bæjum og þorpum og þær eru yfirleitt opnar lungann úr sólahringnum. Þarna fæst sælgæti, vatn, drykkjarvörur, sígarettur, ís og kex, blöð, símakort og jafnvel verkjalyf. Sums staðar hafa þær gengt hlutverki eins konar upplýsingamiðstöðva þar sem hægt er að komast að því hvað er að gerast í þorpinu eða hverfinu.

Sjoppurnar eru yfirleitt smáar, þær eiga víst ekki að vera meira en 1,3 metrar x 1,5 metrar og inni í þeim situr sjoppukarlinn (og stundum konan), yfirleitt eigandinn sjálfur. Í kringum sjoppuna eru svo kælar með drykkjarvarningnum – og líka súkkulaði, í hitanum í Grikklandi er nauðsynlegt að geyma súkkulaði í kæli.

Þarna er líka að finna áfengi – Grikkir umgangast áfenga drykki af miklu frjálslyndi, en þó er merkilegt að maður sér afar sjaldan drukkið fólk í Grikklandi. Það þykir ófínt að vera áberandi fullur á almannafæri. Ég þekki varla neina þjóð sem kann betur að fara með áfengi en Grikkir.

Fyrsti periptero opnaði í Aþenu 1911. Þeim fjölgaði skjótt, þegar þeir voru flestir var talið að þeir væru tólf þúsund talsins í landinu. En þeim hefur fækkað nokkuð, kreppan hefur leikið viðskiptin grátt og svo er komin samkeppni fá súpermörkuðum sem bjóða lægra verð.

Sjoppuleyfin voru á sínum tíma veitt fólki sem var í bágri stöðu og talið var að þyrftu á þeim að halda. Það voru fyrrverandi hermenn sem höfðu særst, fatlað fólk og fólk með barnmargar fjölskyldur. Leyfin gengu í erfðir, en því var breytt með lögum fyrir nokkrum árum.

Íslenska sjoppan var náttúrlega mjög sérstök á sínum tíma. Það var meira að segja talað um sjoppuhangs sem mikið vandamál. Þá var lítið um veitingastaði og engar krár svo fólk á ýmsum aldrei tók upp á því að hangsa í sjoppum – ekki bara unglingar, þótt vandamálin væru helst talin bundin við þá. En það mátti líka finna uppflosnaða bændur sem héngu við maltölsdrykkju í söluturnum. Þótti kveða svo rammt að þessu að bannað var að selja út úr sjoppum nema í gegnum lúgur.

Á Íslandi tíðkaðist líka að veita sjoppuleyfi þeim sem áttu undir högg að sækja. Það voru til dæmis sjómenn sem höfðu lent í slysum. En svo riðlaðist það eitthvað og á mesta valdaskeiði Sjálfstæðisflokksins í borginni þótti jafnvel nóg að vera bara í flokknum til að fá sjoppuleyfið.

(Myndirnar hér á síðunni eru ekki sérlega góðar, en þær voru teknar af sjoppu í Aþenu nú áðan. Hún reyndist okkur mjög gagnleg.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur