fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Pressan

Fáni Íslamska ríkisins dreginn að húni í alræmdum sýrlenskum flóttamannabúðum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 22:00

Fáni Íslamska ríkisins. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var svartur fáni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS) dreginn að húni í hinum alræmdu al-Hol flóttamannabúðum í Sýrlandi. Þar hafast mörg þúsund eiginkonur og ekkjur vígamanna liðsmanna IS við ásamt börnum sínum. Búðirnar eru alræmdar fyrir mikla öfgahyggju margra sem þar dvelja.

Myndband af fánanum blaktandi við hún hefur farið víða á internetinu og vakið áhyggjur hjá mörgum.

Michael Krona, aðjúnkt við háskólann í Malmö, sérhæfir sig í áróðri IS. Hann hefur séð myndbandið á mörgum lokuðum vefsíðum meðlima IS og stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna. Á upptökunni sést fjöldi kvenna og barna hylla fánann. Samkvæmt frétt The Independent heyrist fólkið hrópa slagorð til stuðnings IS. Krona segir að myndbandinu sé dreift á skilaboðaþjónustunni Telegram, sem stuðningsfólk IS notar mikið, með skilaboðum um að „þetta séu ekki endalokin heldur upphafið því mæður okkar og systur viti hvernig á að ala börn upp til að verða óttalaus ljón“.

Þrátt fyrir að sigur hafi unnist á IS í Sýrlandi og Írak halda mörg þúsund stuðningsmenn IS til í flóttamannabúðunum en þær eru undir stjórn kúrdískra hersveita. Konum og börnum er haldið aðskildum frá körlum í flóttamannabúðunum. Óttast er að búðirnar séu eða verði gróðrarstía fyrir öfgahyggju og innrætingu hennar til kvenna og barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 1 viku

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur
Pressan
Fyrir 1 viku

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi
Pressan
Fyrir 1 viku

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi