fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 11:39

Skjáskot úr frétt Stöðvar 2 um truflunina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallað var um grænkeramótmæli aktívista í Krónunni Granda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. That Vegan Couple, sem kom að skipulagningu mótmælanna, segja það beinum orðum í myndbandi um mótmælin á samfélagsmiðlum að fréttastofa Stöðvar 2 hafi beðið mótmælendur um að skipuleggja mótmælin svo hægt væri að ná þeim á upptöku.

„Við erum núna að gera aðra truflun með fjölmiðlum,“ segir í myndbandi sem parið setti á Instagram-síðu sína.

„Í dag hefur ein stærsta sjónvarpsstöð Íslands, Stöð 2, haft samband við aktívista og bað okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp og fjallað um málið.“

Samskonar mótmæli voru haldin á mánudaginn í Hagkaup, Skeifunni. Mótmælin, eða truflunin líkt og svona aðgerðir eru gjarnan kallaðar, gengu út á það að standa fyrir framan kjötborð Krónunnar á meðan kvalahljóð dýra voru spiluð.

Stöð 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum sínum og síðar birtist frétt um málið á Vísi. Af fréttunum má skilja að starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2 hafi ekki komið að skipulagningu mótmælanna.

„Hópur aðgerðasinna mótmælti neyslu dýraafurða í Krónunni á Granda í dag. Mótmælin voru svipuð þeim sem fram fóru í Hagkaup í Skeifunni í gær og voru það grænkerarnir Natasha Katherine Cuculovski og Luca Padalini sem stóðu fyrir mótmælunum,“ segir í fréttinni á Vísi.

DV hafði samband við Þóri Guðmundsson, ritstjóra fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, en hann sagði að málið væri byggt á misskilningi. Hann sagði að ruglingur hefði átt sér stað í samskiptum sem fóru fram í gegnum þriðja aðila sem væru Samtök grænkera á Íslandi.

Blaðamaður hafði í kjölfarið samband við Viggu Þórðar sem er í Samtökum grænkera á Íslandi, en hún tók undir að um misskilning væri að ræða. Færslu That Vegan Couple var breytt eftir að blaðamaður hafði samband við Stöð 2 en í myndbandinu sjálfu er því enn haldið fram að Stöð 2 hafi óskað eftir mótmælum. Þá færslu má sjá hér fyrir neðan.

https://www.instagram.com/p/Bz_Zm2YDIC6/

Uppfært kl. 16.05 – Inngangi greinarinnar hefur verið breytt í samræmi við ummæli frá fréttastofu Stöðvar 2 um að málið hafi verið á misskilningi byggt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Í gær

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump