fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Bjarni segist sitja ólaunaður í bankaráði AIIB: „Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun“

Karl Garðarsson
Mánudaginn 15. júlí 2019 12:44

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að seta hans í bankaráði AIIB bankans, sem sér um innviðafjárfestingu í mörgum löndum, sé fullkomlega eðlileg. Yfirlýsing hans kemur í kjölfar fyrirspurnar Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, til fjárlaganefndar, þar sem hann óskaði svara um þessi mál, meðal annars með vísan í siðareglur ráðherra. Björn spurði meðal annars hvort um væri að ræða launað starf og eins hvernig varaformennska í bankaráðinu færi saman við starf Bjarna sem ráðherra.

Orðrétt segir Bjarni í yfirlýsingu á Facebook: „Fjármála- og efnahagsráðherra Íslands situr (ólaunað) í bankaráði AIIB bankans með fulltrúum annarra 78 (fullgildra)aðildarríkja þessa innviðafjárfestingabanka. Í síðustu viku skipti bankaráðið með sér verkum. Það kom í hlut Íslands og þar með minn að gegna varaformennsku.‬
Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun“

Ísland var meðal 57 stofnenda AIIB bankans, ásamt öllum Norðurlöndunum, en eftir ársfundinn í liðinni viku eru meðlimir orðnir 100. Hlutafé bankans er 100 milljarðar bandaríkjadala. Ísland er í kjördæmi með Bretlandi, Danmörku, Noregi, Póllandi, Rúmeníu, Sviss, Svíþjóð og Ungverjalandi. Löndin deila saman stjórnarmanni í bankanum, sem nú er frá Bretlandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð