fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FókusKynning

Stöðug framþróun og nýjungagirni á Hamborgarafabrikkunni

Kynning

Nýr hamborgari væntanlegur: Fyrirliðinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. apríl 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska Hamborgarafabrikkan er fyrir löngu orðin stofnun í íslenskri veitingahúsaflóru. Frá opnun fyrsta staðarins á Höfðatorgi árið 2010 hefur nýjungagirni og framþróun í matreiðslu hamborgara ávallt verið í fararbroddi og í sumar mun nýjasti hamborgarinn líta dagsins ljós. Sá mun bera nafnið Fyrirliðinn og er heiðursborgari Arons Einars Gunnarssonar og íslenska knattspyrnulandsliðsins.

Skemmtilegasti veitingastaðurinn

Saga Hamborgarafabrikkunnar er í raun einföld. Stofnendur og hugmyndasmiðir staðarins, þeir Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson, Simmi og Jói, létu gamlan draum rætast og opnuðu sinn eigin veitingastað. Í miðri fjármálakreppu fannst þeim vanta nýjan stað sem gaman væri að fara á með vinum sínum eða fjölskyldu. Þar sem maturinn væri frábær og borinn fram af brosandi og skemmtilegu fólki. Staður með sál sem byði fram upplifun til viðbótar við sjálfan matinn. Hamborgarafabrikkan sló rækilega í gegn hjá Íslendingum og síðan þá hafa tveir staðir bæst við, í Kringlunni og á Akureyri. Fjórða Fabrikkan er svo á hjólum, en það er Fabrikkugrillbíllinn sem er vinsæll kostur í stærri veislur og hátíðir. Fabrikkusmáborgararnir hafa slegið í gegn sem fingramatur í veislur af öllum stærðum og gerðum og hafa einnig verið hluti af matseðli flugvéla Icelandair. Vörur Fabrikkunnar eru svo einnig fáanlegar í verslunum Krónunnar fyrir þá sem vilja fara út að borða heima hjá sér. Þar eru væntanlegar nýjar og glæsilegar sósuumbúðir sem munu skapa þessum ljúffengu sósum viðhafnarsess í hillum Krónunnar.

Kringlan - inni
Kringlan – inni

„Við viljum að fólki á öllum aldri finnist gaman að koma á Fabrikkuna. Þess vegna leggjum við hjarta okkar og sál í að veita lifandi og skemmtilega þjónustu og töfra fram hágæðamat úr hágæðahráefni. Hjartað í matseðli Hamborgarafabrikkunnar eru fimmtán ferkantaðir hamborgarar. Þar er líka að finna frábæra forrétti, fersk salöt, himnesk grísarif í bland við spennandi forrétti og eftirrétti,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Fabrikkunnar.

Hamborgari er ekki það sama og hamborgari

Það má með sanni segja að hamborgarinn hafi komist aftur í tísku eftir að dyr Hamborgarafabrikkunnar voru opnaðar. Bearnaisesósan gekk í endurnýjun lífdaga og í veitingahúsaflórunni í dag eru flestir veitingastaðir sem vilja láta taka sig alvarlega með sinn eigin hamborgara á matseðlinum.

„Á Fabrikkunni meðhöndlum við hamborgarann eins og stórsteik. Af þeirri virðingu sem hann á skilið. Hamborgarakjötið okkar er í hæsta gæðaflokki og brauðið sérbakað af Myllunni. Bearnaisesósan er hrærð upp á gamla mátann á hverjum morgni og „Nachosið“ okkar er handlagað og steikt á staðnum. Allar sósurnar okkar eru framleiddar sérstaklega fyrir Fabrikkuna enda viljum við hafa sérstöðu í öllu sem við gerum,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, einn af eigendum Fabrikkunnar.

Stöðug framþróun og nýjungagirni

Hamborgarafabrikkan hefur frá upphafi lagt áherslu á tilraunastarfsemi þegar kemur að hamborgurum. Á hverju ári líta nýir þemaborgarar dagsins ljós. Sumir festa sig rækilega í sessi og verða hluti af matseðli staðarins á meðan aðrir tilheyra ákveðnum árstíðum.

Húsdýragarðurinn
Húsdýragarðurinn

„Við lögðum af stað með fyrsta íslenska Lamborgarann á matseðli, og Morthens, heiðursborgara Bubba, Tolla og Hauks. Síðan þá höfum við prófað allt milli himins og jarðar þegar kemur að hamborgurum. Við höfum tengt okkur sterkt við íslenska dægurtónlist og tónlistarmenn. Herra Rokk er heiðursborgari Rúna Júl, Stóri Bó, sem er hannaður af Björgvini Halldórssyni, er einn af okkar vinsælustu borgurum, sem og Sigurjón Digri, Heiðursborgari Stuðmanna. Nýdönsk Grísasamloka er heiðursborgari Nýdanskrar og Draumurinn, sem er í smá pásu þessa dagana, er heiðursborgari Sálarinnar hans Jóns míns. Hemminn, heiðursborgari Hemma Gunn, er einn af okkar uppáhalds, enda með beikonsultu og chilimajói. Og í haust settum við svo saman unaðslegan Truffluborgara sem við skírðum Il Maestro, til heiðurs Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara. Svo hafa nokkrir skemmtilegir borgarar komið og farið eins og hvalborgarinn Hrefna, laxaborgarinn Salómon Gústavsson, gæsaborgarinn Heiðar og andaborgarinn Dagfinnur Dýralæknir,“ segir Jóhannes.

Fyrirliðinn – með frönskum á milli

Nýjasta þróunarverkefni Hamborgarafabrikkunnar er í fullum gangi og er það heiðursborgari Arons Einars Gunnarssonar og íslenska knattspyrnulandsliðsins. Aron Einar er víða um heim orðin táknmynd hins íslenska baráttuvíkings og í honum birtast skemmtilegar andstæður. Því að á bak við grófa skeggið og húðflúrið leynist mikill og hjartahlýr dáðadrengur.

„Okkur fannst tilvalið, í ljósi þess hve stolt við öll erum af landsliðinu og strákunum okkar, að tileinka Aroni og landsliðinu næsta borgara á Fabrikkunni. Það mun mæða mikið á landsliðinu í sumar og nýi hamborgarinn verður vígður í byrjun júní, í aðdraganda landsleiksins við Króatíu sem fer fram laugardaginn 10. júní. Aron mun taka virkan þátt í að hanna borgarann, en eina krafan sem hann hefur sett fram til þessa er að það verði „franskar á milli“ eins og tíðkast á Akureyri – sem er einmitt hans heimabær,“ segir Sigmar.

Vegan valkostir á Fabrikkunni

Hamborgarafabrikkan hefur frá upphafi boðið upp á valkosti fyrir grænmetisætur sem hafa til að mynda getað skipt út kjötinu fyrir Portobellosvepp. Síðastliðið haust kynnti Fabrikkan svo til sögunnar nýja vegan valkosti sem hafa vakið mikla lukku enda höndum ekki kastað til við þróun þeirra.

„Við tókum okkur góðan tíma í þetta, fengum til okkar flokk af fólki sem er vegan og hefur tekið mikinn þátt í þessu grasrótarsamstarfi sem veganisminn vissulega er. Þetta er ört stækkandi hópur sem er mjög samheldinn og vill koma því til leiðar að það séu fleiri veganvalkostir á veitingastöðum. Við viljum vera hamborgarastaður allra landsmanna og viljum veita góða þjónustu. Við viljum hugsa fyrir fólk þannig að þegar það aðhyllist ákveðna stefnu í mat þá þurfi það ekki að vera viðskiptavinurinn sem er með vesenið. Við ákváðum að henda ekki bara einhverju út í skyndi eða útbúa eitthvað úr því hráefni sem við vorum með fyrir, sem yrði ekkert spes, bara til að leysa málin,“ segir Jóhannes.

Niðurstaðan varð sú að fjóra af vinsælustu hamborgurunum er hægt að panta í veganútgáfu. Um er að ræða Ungfrú Reykjavík, Barbíkjú, Aríba Salsason og Neyðarlínan. Galdurinn felst í því að skipta út nautakjötinu fyrir Oumph! sem er sojakjöt og að skipta út þeim hráefnum sem ekki eru vegan fyrir veganhráefni, s.s. veganost, veganmajó og veganchilimajó. „Við völdum þessa hamborgara af því að okkur fannst þeir halda sínum karaktereinkennum best þegar búið var að skipta út hráefnunum fyrir veganhráefni. Þarna færðu borgara sem halda sinni upprunalegu bragðpallettu þrátt fyrir að vera orðnir vegan,“ segir Jóhannes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum