fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Fleiri Danir búa við fátækt en áður

Fjöldinn hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2002

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi þeirra Dana sem taldir eru lifa í fátækt hefur rúmlega tvöfaldast á síðastliðnum þrettán árum, samkvæmt niðurstöðum skýrslu sem unnin var af efnahagsráði dönsku verkalýðshreyfingarinnar (d. Arbejderbevægelsens Erhvervsråd).

Í frétt The Local í Danmörku kemur fram að árið 2002 hafi Danir, sem búa við fátækt, verið 18.650 en árið 2015 voru þeir orðnir 44.141. Fjöldinn virðist hafa aukist mikið á síðustu misserum og varð til dæmis tíu prósenta aukning á milli áranna 2014 og 2015.

Jonas Schytz Juul, einn af skýrsluhöfundum, segir að ástæðu þessarar aukningar megi rekja til þess að minna fé er nú varið í danska félagskerfið en áður.

Í skýrslunni kemur fram að einstaklingur sé metinn fátækur ef hann þénar minna en 50 prósent af meðallaunum í Danmörku yfir þriggja ára tímabil. Námsmenn eru ekki inni í þessum tölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“