fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Elfar ausinn lofi í erlendum fjölmiðlum

Fókus
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 16:48

Elfar á tökustað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteins fær góða dóma hjá erlendu pressunni, af fyrstu viðbrögðum að dæma. Myndin hefur verið valin sem opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík (RIFF) í ár og skartar hún þekktum leikurum í aðalhlutverkum, meðal annars hinum Óskarstilnefnda John Hawkes og unga stórleikaranum Logan Lerman.

Leikararnir Logan Lerman og John Hawkes.

Vefmiðlarnir Screen International og Hollywood Reporter lofa myndinni hástert og segja hana vera áhrifaríka þrátt fyrir kunnuglegan efnivið.

„(Myndin er) fallega samsett, vel leikin og nógu klók til þess að koma áhorfendum á óvart í hvert skipti sem framvindan er komin í kunnuglegar áttir,“
segir meðal annars í dómi Hollywood Reporter.

End of Sentence er fyrsta leikstjórnarverkefni Elfars í fullri lengd, en stuttmynd hans Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stuttmyndin á RIFF árið 2011 auk þess að vinna Edduverðlaunin, sem stuttmynd ársins 2012, ásamt því að komast í lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna það árið.

Saga myndarinnar segir sögu feðga er legga land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. Myndin var nýlega frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Edinborg og verður afhjúpuð hér á landi þann 26. september.

Fjölmargir Íslendingar koma að gerð myndarinnar á borð við Ólaf Darra Ólafsson, Kristján Loðmfjörð og Evu Maríu Daníels. Þá er myndin framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni, David Collins og Elfari Aðalsteins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Fókus
Fyrir 4 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta