fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Endaþarmsmök við sofandi stúlku ekki talin naugðun – Áður sakaður um brot gegn dætrum sínum: „Djöfulsins viðbjóður og kjaftæði“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 8. júlí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lögreglan, héraðssaksóknari og ríkissaksóknari eru samkvæmt þessu sammála um að það sé ekki nauðgun hafa endaþarmsmök við sofandi stúlku!,“ segir þingkonan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í færslu á Facebook þar sem hún kveður það mikilvægt að koma á sjálfstæðu eftirliti með störfum lögreglu.

Endaþarmsmök án samþykkis – ekki nauðgun

Tilefni skrifa hennar er frétt Stundarinnar sem birtist í dag þar sem greint er frá því að hvorki lögregla né ríkissaksóknari töldu efni til að rannsaka mál þar sem karlmaður á þrítugsaldri var sakaður um að hafa endaþarmsmök við 17 ára stúlku á meðan hún svaf.  Maðurinn hafði þó viðurkennt verknaðinn er lögregla yfirheyrði hann vegna annars máls. Frá þessu er greint í Stundinni.

Maðurinn viðurkenndi að hann hafi vitað að stúlkan, sem var á þeim tíma kærasta hans, hafi ekki verið samþykk endaþarmsmökum.

Engin rannsókn var hafin, brotið var ekki skráð í málaskrá og stúlkunni ekki skipaður réttargæslumaður. Maðurinn bar því við að hann hefði sjálfur verið sofandi þegar brotið átti sér stað og því var talið, þar sem nauðgun er ásetningsbrot, að enginn ásetningur hefði verið til staðar og þar með hafi maðurinn ekki játað ásetningsbrot.

„Djöfulsins viðbjóður og kjaftæði.“

Þórhildur Sunna telur niðurstöðu lögreglu og ríkissaksóknara ámælisverða. „Djöfulsins viðbjóður og kjaftæði.“

„Það er ekki „beinlínis“ játning, bara svona „næstum því“ játning, og því ekkert tilefni til þess að hafa samband við stúlkuna og spyrja hana hvort maðurinn hafi í alvöru verið sofandi þegar hann þröngvaði sér inn í endaþarminn á henni á meðan hún svaf, vitandi að hún vildi ekki endaþarmsmök?“

Telur Þórhildur Sunna að þetta mál gefi fullt tilefni til að komið verði á fót sjálfstæðu eftirliti með störfum lögreglu:

„Þessi grein uppljóstrar um helsjúka meðvirkni réttarvörslukerfisins með starfsháttum lögreglu sem lýsir sér best í því að héraðssaksóknari bíður ekki einu sinni eftir skýringum lögreglu á því hvers vegna hún gerði ekkert með þessa játningu mannsins áður en hann vísar málinu frá.“

Þórhildur segir rannsóknar- og ákæruvald skýla sér á bak við það að maðurinn hafi verið sofandi þegar hann nauðgaði kærustu sinni í endaþarm, í þeim tilgangi að afsaka viðbragðsleysi lögreglu þrátt fyrir að maðurinn hafi játað brotið.

Játaði við yfirheyrslu vegna meintra brota gegn dætrum sínum

Maðurinn sem játaði á sig brotið er samkvæmt frétt Stundarinnar, faðirinn í svonefndu Hafnarfjarðarmáli.  Þar hafði Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu beitt sér fyrir því að maðurinn fengi dætur sínar í umgengni þrátt fyrir grunsemdir barnaverndarnefndar um að faðirinn hefði brotið gegn þeim.  Það var svo í skýrslutökum við rannsókn á brotum mannsins gegn dætrum sínum sem hann játaði brot gegn barnsmóður sinni.

Barnsmóðirin hafði þá ekki kært brotið. Það gerði hún hins vegar eftir að  hún las um játningu hans í lögreglugögnum í máli dætra þeirra. Þá voru starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einnig kærðir fyrir að hafa haldið  upplýsingum um meinta nauðgun leyndum og fyrir að vanrækja að hefja rannsókn.

Hér má lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku