fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Kynþáttafordómar í íslenskum grunnskólum: „Þú ert bara ljót og svört“

Auður Ösp
Laugardaginn 6. júlí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplifun barna af tveimur kynþáttum er oftast góð í íslenskum grunnskólum en hins vegar er margt sem má bæta í íslensku skólakerfi, og sömuleiðis samfélaginu. Grunnskólanemendur sem tilheyra tveimur kynþáttum upplifa staðalímyndir, rasisma og kynþáttauppnefni í skólanum en hjá kennurum finna þeir þó frekar til mismunar vegna tungumáls frekar en vegna útlits. Þá upplifa þeir að kennurum finnist óþægilegt eða hunsi aðstæður þegar þeir heyra eitthvað er varðar kynþáttauppnefni. Þau telja þörf á frekari fræðslu í skólanum fyrir kennara og nemendur.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum lokaverkefnis Amelíu Christine Scholl  til M.Ed.-prófs í kennslufræði við Háskóla Íslands. Í tengslum við verkefnið rannsakaði hún upplifun barna sem tilheyra tveimur kynþáttum í íslenskum grunnskólum.

„Þú ert bara ljót og svört“

„Þú ert bara ljót og svört“ eru orð sem ég hef oft heyrt í huga mínum frá því ég heyrði samnemanda minn segja þau þegar ég var í 2. bekk. Hann var ekki að beina þessum orðum að mér, heldur vinkonu minni sem var af tveimur kynþáttum. Hún hafði tekið litinn sem hann vildi nota til að lita mynd af ís. Þetta virtist vera saklaus árekstur á milli 7 ára barna, en ég hef oft hugsað til þessarar stelpu í gegnum árin og íhugað hvernig hún hafi upplifað sína skólagöngu eftir að leiðir skildu þegar við vorum 8 ára gamlar,“ segir Amelía Christine. Í samtali við DV segir hún fáar rannsóknir hafi verið gerðar hér á landi sem snúa að upplifun tvítyngdra barna af grunnskólakerfinu.

„Ég hef haft mikla skoðun á jafnréttismálum frá því ég man eftir mér, þá sérstaklega þegar kemur að rasisma. Ég varð móðursystir í fyrsta skipti þriggja ára gömul og var litli frændi minn af tveimur kynþáttum. Ég man hvað ég gat orðið reið og leið þegar hann lenti í einhverjum átökum sökum útlitis á Íslandi. Nú á ég sex systrabörn af tveimur kynþáttum sem hafa öll sagt mér einhverjar sögur úr grunnskólum á Íslandi og fannst mér því tilvalið að rannsaka þetta.“

Hún segir upplifun viðmælenda af kennurunum hafa komið hvað mest á óvart. „Þá að kennarar ættu það til að „hunsa“ ef þeir heyrðu kynþáttauppnefni í skólanum. En það sem var líka áhugavert við þetta var að viðmælendur töldu að þetta væri vegna þess að kennarar vissu kannski bara ekki hvernig ætti að taka á þessu á réttan hátt og forðuðust það þá, frekar heldur en að gera eitthvað rangt.“

„Góð, hvít stelpa“

 Í tengslum við rannsóknina ræddi Amelía við fjögur tvítyngd ungmenni, tvö börn í 7. bekk, eitt barn í 9. bekk og eitt barn í 10. bekk.

Ungmennin telja sig finna fyrir staðalímyndum að einhverju leyti í íslenskum grunnskólum og upplifa meðal annars öll að „allir haldi að maður sé frá Afríku“.

Þá nefnir annar piltur að staðalímyndir lýsi sér meðal annars í því að „svörtum mönnum er alltaf lýst sem geðveikt grimmum köllum“. Annar piltur nefnir atvik þar sem skólafélagi taldi fullvíst að hann væri góður í körfubolta, og dró þá ályktun vegna húðlitarins.

Stúlka í hópnum segir frá því þegar stúlka í bekknum hennar sagði: „Ég hata alla svertingja nema þig“ en þá hafði stúlkan „þekkt til leiðinlegrar stelpu sem var svört í bæjarfélaginu þar sem hún bjó áður“.

„Þannig að hún var búin að dæma allt svart fólk. Það var einhver sem var leiðinleg við hana og þá voru bara allir svertingjar leiðinlegir.“

Þá segjast einhverjir í hópnum hafa lent í því að vera uppnefndir í skólanum og af jafnöldrum. Einn þeirra segist til að mynda hafa verið kallaður „negri með negrafléttur“.

Annar nefnir sem dæmi að hann hafi fengið snapchat frá drengjum víða af landinu þar sem hann var kallaður negri og sagt við hann „shut the fuck up you African bitch“. Þá segist hann einnig hafa verið kallaður „negrapési“.

Umfjöllunina í heild sinni má lesa í nýjasta DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“