fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Bjarni er yngsti sitjandi þingmaður Íslandssögunnar: Ætlar að beita sér fyrir málefnum unga fólksins

Auður Ösp
Mánudaginn 24. apríl 2017 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Halldór Janusson, varamaður Viðreisnar verður í dag yngsti sitjandi þingmaður Íslandssögunnar. Bjarni Halldór er fæddur í desember árið 1995 og er því 21 árs og fjögurra mánaða gamalll. Hann tekur sæti á Alþingi í fjarveru Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur líkt og greint er frá á vef Eyjunnar.

Bjarni Halldór slær þar með met Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, sem tók sæti á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á síðasta kjörtímabili, þá 21 árs og 303 daga gömul. Jóhanna sló met Gunnars Thoroddsen sem var 23 ára og 177 daga gamall þegar hann komst fyrst á þing 1934.

Bjarni Halldór er nemi í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands og situr jafnframt í Stúdentaráði. Hann er einn af stofnendum Viðreisnar og sat í fyrstu stjórn flokksins. Hann er jafnframt einn af stofnendum ungliðahreyfingar flokksins og er fyrsti formaður hennar.

Bjarni Halldór er frá Njarðvík en í samtali við Víkurfréttir kveðst hann vera meira en tilbúinn í slaginn og hyggst beita sér fyrir málefnum unga fólksins á þingi.

„Aldurshópurinn 18 til 25 ára er sá hópur sem er í hvað mestri hættu þegar kemur að andlegum veikindum. Ég ætla vekja athygli á þeirra stöðu. Svo er fæðingarstyrkur námsmanna lægri en þeirra á vinnumarkaði. Mig langar einnig að vekja athygli á því, ásamt að koma öðrum almennum málum ungs fólks í umræðuna. Það eru nefnilega oftast þeirra mál sem sitja á hakanum þegar kemur að fjárveitingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum