fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Vísað frá flugi til Orlando vegna drykkjuláta

Lögreglan á Suðurnesjum sat ekki auðum höndum um páskana

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki setið auðum höndum síðustu daga. Ófáir lögðu land undir fót um páskana og mikill erill var í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að hafa nokkur afskipti af flugfarþegum vegna ölvunar. Til að mynda fengu þrír karlmenn ekki að fara til Búdapest vegna verulegrar ölvunar. Lögreglan handtók annan ölvaðan ferðalang sem komst ekki lengra en í flugstöðina en sá átti miða til Berlínar.

Tafir á flugi

Tveimur mönnum var auk þess vísað frá flugi til Orlando vegna drykkjuláta og framkomu við áhafnarmeðlimi. Lögregla telur að í einhverjum tilfellum hafi tafir á flugi vegna óveðurs átt sinn þátt í því að ölvun varð svo mikil og raun bar vitni.

Lögregla hafði áður stöðvað á annan tug ökumanna á sama stað í sama tilgangi. Þá hlaut einn ökumaður tiltal sökum ökuhraða.

Skemmdarvargar tóku ekki páskafrí á Suðurnesjum. Tvær bifreiðar sem lagt var inn í porti í Keflavík voru skemmdar og önnur þeirra mikið. Lögreglumenn sem sendir voru á vettvang fundu steinhnullunga í báðum þeirra sem talið er líklegt að hafi verið notaðir til að valda á þeim skemmdum.

Gripinn glóðvolgur í Bónus

Brotist var inn í listasmiðju á Ásbrú og var málningarfötum kastað af millilofti niður á gólf og tæmt úr slökkvitæki á gólf smiðjunnar.

Þá var karlmaður á þrítugsaldri gripinn glóðvolgur í Bónus í Keflavík við að stinga kjötlæri ofan í töskuna sína um liðna helgi. Að sögn lögreglu voru það óbreyttir borgarar og starfsmenn sem héldu manninum uns laganna verðir komu á svæðið. Maðurinn lét öllum illum látum og var hann því handtekinn og færður á lögreglustöð. Auk þess var piltur staðinn að verki í verslun í Sandgerði við þjófnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur