fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Ísland er dýrasta landið í Evrópu – enn og aftur

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 12:36

Mynd af vef Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Noregs er Ísland dýrasta land Evrópu. Norskir miðlar greina frá þessu í dag og Morgunblaðið bendir á. Mælist verðlag hér á landi 64% hærra en meðaltal ríkja Evrópu árið 2018. Sviss var í öðru sæti, 59% hærra en meðaltalið og Noregur í þriðja sæti, 55% yfir meðaltalinu.

Ef aðeins er horft til ríkja Evrópusambandsins, þá er Lúxemborg með hæsta verðlagið, 42% yfir meðallagi. Eru Danmörk , Írland, Svíþjóð og Finnland öll yfir meðallagi ríkja ESB einnig.

Verg landsframleiðsla Noregs er 50% hærri á hvern einstakling en meðaltalið í Evrópu og eru aðeins Lúxemborg, Írland og Sviss með hærra magn vergrar landsframleiðslu á mann í fyrra.

Þetta kemur heim og saman við tölur Hagstofu Íslands og Eurostat frá árinu 2017, í samanburði á verðlagi milli Evrópulanda. Þar var verðlag á einkaneyslu heimilanna um 66% hærra en meðaltalið fyrir Evrópu og meira en þrisvar sinnum dýrara en ódýrustu löndin (Búlgaría og Makedónía).

Verðlag einkaneyslu mældist þá 16-17% hærra á Íslandi en í Danmörku og Noregi. Verð var um 33% hærra á Íslandi en í Svíþjóð og um 36% hærra en í Finnlandi.

Sjá einnig: Ísland: Dýrasta land Evrópu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans