fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Tölvutek lokar eftir 12 ár í rekstri

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2019 10:17

Mynd/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvutek, ein stærsta verslun landsins með tölvur og aukahluti, hefur lokað verslunum sínum. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu fyrirtækisins og þá kemur símsvari þegar reynt er að hringja í fyrirtækið.

Ekki kemur fram hvers vegna fyrirtækið ákvað að loka en eftirfarandi tilkynning kom á Facebook-síðu Tölvuteks í morgun:

„Kæru viðskiptavinir,

Eftir 12 ár í rekstri þykir okkur leiðinlegt að tilkynna að af óviðráðanlegum ástæðum verða verslanir Tölvutek lokaðar frá og með 24.júní 2019.

Viðgerðir:

Starfsfólk Tölvutek verður í símasambandi næstu daga við þá viðskiptavini sem eiga Tölvubúnað í viðgerð og sér um að koma búnaði til þeirra viðskiptavina.

Pantanir:

Pantanir sem hafa verið greiddar með greiðslukorti eða Greitt.is en ekki afhentar, viðskiptavinur skal setja sig strax í samband við viðkomandi greiðsluaðila og fá færsluna fellda niður ef vara hefur ekki verið afhent eða greiðsla þegar verið felld niður.

Pantanir sem hafa verið greiddar með innleggi en ekki afhentar, eigum við von á að verði ýmist afgreiddar eða endurgreiddar inn á reikning viðkomandi. Kannaðu hvort ekki hafi verið endurgreitt nú þegar.

Ábyrgðamál:

Verið er að vinna í ferli ábyrðgarmála og verður ferli fyrir öll vörumerki tilkynnt fljótlega.

Skilaboð:

Næstu daga verður hægt að senda skilaboð í spjalli á Facebook og gerum við okkar besta til að leysa úr öllum málum.

Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir viðskiptin og einstaka velvild í okkar garð frá upphafi, takk fyrir okkur. 🙂

Starfsfólk Tölvutek“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd