fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Stóra póstnúmeramálið

Egill Helgason
Laugardaginn 22. júní 2019 17:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni bar ég út póst. Þá var aðalpóststöðin í Miðbænum, í gamla Pósthúsinu og hluta af gömlu lögreglustöðinni. Þetta var árið 1981 eða 1982. Ég man ekki hvort póstnúmerakerfið var tilkomið á þessum tíma, en póstinn bar ég út í Miðborginni og Vesturbænum norðan Hringbrautar – nema þegar ég var sendur suður í Skerjafjörð með póstpokann.

Það fannst mér alltaf dálítið mikil fyrirhöfn. Skerjó var langt út úr miðað við hina staðina þar sem ég bar út póstinn.

Skerjafjörðurinn er eitt af fyrstu úthverfum Reykjavíkur. Einu sinni var þetta heilt hverfi, svo komu Bretarnir og byggðu flugvöll, gerðu land upptækt, hús voru rifin eða flutt burt og hverfið klofnaði. Hörpugatan var víst bæði í Litla- og Stjóra-Skerjó, hún var fleyguð tvennt, en svo var nafninu sunnan flugbrautar breytt í Einarsnes.

Nú er komið upp undarlegt ágreiningsmál. Íbúar í Skerjafirði sætta sig ekki við að tilheyra framvegis póstnúmeri 102. Þeir vilja fá að vera áfram í póstnúmeri 101. Vísa til sterkrar „hverfisvitundar“ í Skerjafirði máli sínu til stuðnings.

Það er svosem frekar óljóst hvernig hverfisvitund tengist póstnúmeri, en 101 Reykjavík nær alla leið vestur á Granda og austur að Snorrabraut. Þannig að 101 inniheldur í raun mörg hverfi.

En það eru mjög alvörugefnar konur sem hér afhenda Degi B. Eggertssyni borgarstjóra mótmælaskjal vegna þessa gjörnings. Ef tekið verður tillit til andstöðu þeirra munu póstnúmerin á svæðinu líta út eins og sést hér að ofan, myndina birti Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi, á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“