fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Ferðamenn dvelja styttra hérlendis en áður

Þessi fækkun gistinátta gæti haft nokkrar skýringar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. apríl 2017 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun síðasta sumars fóru ferðalög útlendinga um landið að styttast og sú þróun hefur haldið áfram í ár samkvæmt frétt sem birt var á vefnum Túristi.is í gær.

Gistinóttum útlendinga hér á landi hefur fjölgað hlutfallslega síðustu árin sem helst í hendur við aukinn fjölda ferðamanna hérlendis. Árið 2015 fjölgaði ferðamönnum þó meira en gistinóttum. Þá fjölgaði ferðamönnunum um 40% en gistinóttunum um 22%. Þar með styttist meðaldvöl útlendinga hér á landi niður í 3,8 nætur eftir að hafa verið í kringum fjóra og hálfa nótt nær undantekningarlaust á árunum 2003 til 2015. Inni í þessum tölum eru ekki gistingar í óskráðu gistirými eins og Airbnb eða gistingar í heimahúsum. Þó segir í fréttinni að gera megi ráð fyrir að hlutdeild þess háttar gistingar hafi verið álíka undanfarin tvö ár.

Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti nú fyrir páska lítur út fyrir að meðaldvöl ferðamanna hérlendis hafi styst um 17% það sem af er ári. Þó kann hlutfallið að vera minna ef vægi annars konar gistingar hefur aukist á kostnað hótelgistingar.

Hugsanlegar skýringar á því að dvalartími ferðamanna hefur verið að styttast, eftir að hafa staðið nokkurn vegin í stað frá aldamótum, er styrking krónunnar sem leiðir af sér hærra verð á hótelgistingu. Einnig gæti það verið skýring að flugfélögin hafa verið að bjóða skiptifarþegum að stoppa á Íslandi. Þeir sem taka því þurfa að fara út af flugstöðinni og fara í gengum vopnaeftirlit þegar þeir snúa aftur. Því eru þeir með í talningu um heildarfjölda ferðamanna hér á landi en margir stoppa þó ekki yfir nótt heldur fljúga áfram á áfangastað samdægurs eftir stutta skoðunarferð hér á landi. Aðrir stoppa ekki nema eina til tvær nætur.

Þriðja skýringin gæti verið aukið framboð á flugi. Ferðamaður getur oft valið úr nokkrum flugum á dag heim til sín en er ekki bundinn af nokkrum ferðum á viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd