fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Spænskur karlmaður dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald

Telja framburð hans ótrúverðugan

Kristín Clausen
Föstudaginn 14. apríl 2017 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8 maí næstkomandi. Maðurinn, sem er spænskur, hefur játað að hafa haft kynmök við konurnar en segir það hafa verið með samþykki þeirra. Þá kveðst hann hafa hætt um leið og hann varð þess áskynja að þær vildu þetta ekki.

RÚV greinir frá því að héraðssaksóknari telji framburð mannsins ótrúverðugan, ekki síst með hliðsjón af framburði kvennanna, viðbrögðum þeirra sem og framburði annarra vitna.

Áður hefur komið fram að konurnar segjast báðar hafa verið sofandi þegar maðurinn braut gegn þeim. Önnur var í svo miklu uppnámi eftir meinta nauðgun að hún þurfti róandi lyf.

Eftir að maðurinn var handtekinn á hótelinu fundust svartar kvenmannsnærbuxur í brjóstvasa hans.Yfirmaður mannsins sagðist í yfirheyrslu hjá lögreglu hafa beðið hann um að fara varlega í neyslu áfengis á árshátíðinni – maðurinn ætti það til „að tapa stjórn á hvötum sínum þegar hann er undir áhrifum.“

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þann 8. maí næstkomandi séu liðnar 12 vikur frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samkvæmt sakamálalögum má ekki haldi manni lengur en í þann tíma án þess að gefa út ákæru. Niðurstaða um það hvort maðurinn verður ákærður mun liggja fyrir áður en gæsluvarðhald yfir manninum rennur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa