fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Kynning

Frábær nýr sumarseðill á Sumac

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 16. júní 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Sumac, Laugavegi 28, dregur nafn sitt af djúprauðum villiberjum sem vaxa víða í Mið-Austurlöndum og við Miðjarðarhaf. Matseldin á Sumac sækir innblástur í stemningu frá Beirút í Líbanon og tælandi áhrif frá Marokkó. Á staðnum er ferskt hráefni úr íslenskri náttúru matreitt undir áhrifum Mið-Austurlanda og á matseðlinum eru eldgrillaðir réttir með framandi kryddi.

Bar með Miðjarðarhafsbrag

Matseðill staðarins er hannaður af þeim Þráni Frey Vigfússyni, Georg Halldórssyni og Hafsteini Ólafssyni, sem valinn var kokkur ársins árið 2017. Á barnum ríkir einnig andblær Miðjarðarhafsins og boðið er upp á ferska, fjölbreytta og freistandi kokteila. Á vínseðlinum blandast saman innblástur frá Evrópu, Marokkó og Líbanon.

Grillsumar á teini

Sumac kynnir um þessar mundir nýjan sumarmatseðil. „Aðaláherslan er á spjót, eða sem sagt mat grillaðan á teini,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður á staðnum. Umhverfið á Sumac er sérhannað af Hálfdáni Petersen, til að skila gestum einstakri upplifun. Opið rými er hannað kringum langan barinn, en heildarsvipurinn byggir á opnu eldhúsi, hráum steyptum veggjum en lýsingin er bæði hlýleg og stílhrein í senn.

Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi Sumac.

Það er því sannkölluð matarupplifun að njóta nokkurra sumarspjóta á þessum nútímalega og stílhreina stað í hjarta miðbæjarins.

Súmac Sumac
Á Sumac fást girnilegir kokteilar!

Hægt er að panta borð á heimasíðu Sumac eða í síma 537-9900.

www.sumac.is
Laugavegi 28
101 Reykjavík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum