fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Gripinn við innbrot í Breiðholti: Dró svo upp hníf þegar komið var að honum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júní 2019 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í bílskúr í Breiðholti klukkan hálf þrjú í nótt. Þar hafði verið þvingaður upp gluggi og farið inn.

Sá sem tilkynnti manninn til lögreglu reyndi að stöðva för hans en maðurinn dró þá upp hníf og ógnaði viðkomandi. Ekki kemur fram hvort húsráðandi eða vegfarandi sem átti leið um hafi tilkynnt manninn.

Að sögn lögreglu komst maðurinn í burtu á vespu og fannst hann ekki þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglu.

Lögregla sinnti fleiri verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Þannig voru þrír menn handteknir í vesturbænum á áttunda tímanum í gærkvöldi vegna gruns um líkamsárás og brot á vopnalögum. Þeir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Ítrekað var búið að tilkynna manninn sem fór inn í ólæstar bifreiðar. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þá stöðvaði lögregla ökumenn sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn var svo stöðvðaur fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut, en um var að ræða bifhjólamann sem mældist á 119 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst