fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Maðurinn sem myrti flugumferðarstjórann er ósáttur við mynd Schwarzeneggers

Myndin Aftermath segir frá ótrúlegri atburðarás sem hófst með hörmulegu slysi sumarið 2002

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitaly Kaloyev, rússneskur arkitekt sem myrti flugumferðarstjórann Peter Nielsen árið 2004, er ósáttur við mynd um morðið sem skartar sjálfum Arnold Schwarzenegger í hlutverki Vitaly.

Sjá einnig: Arkitektinn sem myrti flugumferðarstjórann

DV fjallaði um málið fyrir skemmstu en morðið framdi Vitaly þar sem hann taldi að Peter hefði borið ábyrgð á skelfilegu flugslysi í Þýskalandi sumarið 2002. Tvær flugvélar rákust saman; vöruflutningavél frá DHL og rússnesk farþegaflugvél með þeim afleiðingum að 69 manns létust. Á meðal hinna látnu var eiginkona Vitaly, 10 ára sonur hans og 4 ára dóttir.

Arnold Schwarzenegger leikur aðalhlutverkið í myndinni.
Aftermath Arnold Schwarzenegger leikur aðalhlutverkið í myndinni.

Fann hann með aðstoð einkaspæjara

Þýsk rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að misvísandi upplýsingar frá flugumferðarstjóra í Sviss, sem var í samskiptum við vélarnar, hefðu valdið slysinu. Þá hefði öryggisbúnaður um borð í vélunum, sem áttu að láta flugmennina vita af yfirvofandi árekstri, ekki virkað sem skyldi.

Á vakt í flugturninum í Sviss þennan örlagaríka dag var Peter Nielsen. Peter var sýknaður í málinu; réttarrannsókn sem fram fór leiddi ekkert athugavert við störf hans í ljós og sitt sýndist hverjum um það. Tveimur árum síðar fann Vitaly Peter með aðstoð einkaspæjara í Rússlandi og stakk Peter til bana á heimili hans í Sviss.

Vildi ekki vorkunn

Á dögunum kom út myndin Aftermath með Scwarzenegger í hlutverki Vitalys. Myndin er byggð á þessari sömu sögu þó nöfnum hafi verið breytt.

Í samtali við Sputnik Ossetia segist Vitaly hafa séð myndina og hann sé raunar ekki alls kostar sáttur við hana. „Það er eins og persóna Schwarzeneggers sé stöðugt að leita að vorkunn. Ég get sagt þér að það var ekki þannig í mínu tilviki. Ég vildi ekki vorkunn frá neinum,“ segir hann.

Hann bætir við að Nielsen hafi aldrei beðist afsökunar á mistökum sínum í flugturninum og raunar sýnt mikinn hroka í kjölfar slyssins. „Myndin sýnir það ekki,“ segir hann og bætir við að aðstandendur kvikmyndarinnar hafi ekki haft samband við hann áður en tökur hófust.

Hampað sem hetju

Eins og kom fram í umfjöllun DV á dögunum var Vitaly handtekinn og sakfelldur fyrir morðið. Árið 2005 var hann dæmdur í átta ára fangelsi en honum var sleppt úr haldi tveimur árum síðar eftir að dómurinn yfir honum var ógiltur. Vitaly sneri til heim til Rússlands í kjöfarið þar sem hann fékk höfðinglegar móttökur og var hampað sem hetju fyrir. Vitaly er í dag búsettur í Rússlandi og starfar sem embættismaður í Alania-héraði í Norður-Ossetíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“