fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Fjölskylduhátíð Kramhússins: Ágóði rennur til Jónu sem slasaðist alvarlega í bílslysi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júní 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kramhúsið heldur dans- og fjölskylduhátíðina Kátt í Kramhúsinu næsta sunnudag, með fjölbreyttri dagskrá fyrir fullorðna og börn.

Öll innkoma af gleðinni rennur til Jónu Elísabetar Ottesen, stofnanda barnahátíðarinnar Kátt á Klambra, sem slasaðist alvarlega í bílslysi fyrir skömmu.

Sjá einnig: Safna fyrir Jónu sem hlaut mænuskaða í bílslysi um helgina

Skráning í tímana byrjar innan skamms á www.kramhusid.is og gefa allir kennarar og starfsfólk Kramhússins tíma sinn.

Tímarnir sem boðið er upp á eru:

11:00-12:00 Fjölskylduafró með Söndru og Mamady
Börn og foreldrar dansa saman afrískan dans í bland við leiki við lifandi trommuslátt

11:00-12:00 Latin Fitness Bomba með Berglindi Jóns
Kraftmikil salsa-innblásin dansþjálfun við latin músík, hentar öllum sem hafa gaman af því að dilla mjöðmunum og vilja svitna!

12:00-12:45 Fjölskyldujóga með Ásu Sóley
Stuttur og gefandi tími fyrir börn og fullorðna

12:00-13:00 Pilates með Ásdísi
Pilates byggist á því að hver æfing virkjar djúpu kviðvöðvana og aðferðin leggur áherslu á að styrkja svæðið sem kallað er aflstöðin, þ.e. kviðinn, mjóhrygginn, ytri og innri lærvöðvana og rassinn.

16:00-17:00 Broadway söngleikir – stólatími með Margréti Maack
Broadwayklisjur og dýrðarljómi liðinnar tíðar! Ekki gleyma jazzhöndunum heima. Sjóðandi heitur og sexí tími sem styrkir maga og bak.

16:00-17:00 90s-00’s með Berglindi
Stuðtími fyrir alla sem elska að rifja upp mestu gleðismelli fyrri áratuga. Dillum okkur við Britney, Spice Girls, NSYNC og fleiri.

17:00-18:00 Afró með Söndru og Mamady
Afrískur dans með lifandi trommuslætti fyrir þá sem vilja gleyma sér í hita, svita og gleði.

17:00-18:00 Beyoncé með Siggu Ásgeirs
Stórskemmtilegur dívu-svitatími þar sem mjaðmasveiflur og gellulæti eru í fyrirrúmi.

Viðburður á Facebook.

Þeir sem komast ekki á hátíðina, en vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á styrktarreikning sem stofnaður var fyrir Jónu:

Reikningur 528-14-401998, kennitala 701111-1410.

Margir hafa sett sig í samband við fjölskyldu Jónu og boðið fram aðstoð sína á einn eða annan hátt. Sem dæmi hafa ljósmyndararnir Brynjar Snær og Lilja Jóns boðið myndatökur og vilja að greiðslan fyrir renni í heild til Jónu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp