fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Arndís og Arnar fyrst í Víðavangshlaupi ÍR

Elsta hlaup landsins og með elstu almenningshlaupum Evrópu

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2017 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag sumardaginn fyrsta fór Víðvangshlaup ÍR fram í miðbæ Reykjavíkur og gafst þá tækifæri til þess að spretta úr spori á einstakri hlaupaleið sem hæfir ungum sem öldnum, skemmtiskokkurum sem og keppnishlaupurum, en hlaupið er jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 kílómetra götuhlaupi.

501 voru skráðir til leiks. Hlaupið er 5 kílómetra langt og fór fram í miðbæ Reykjavíkur þar sem meðal annars var hlaupið upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn.

Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni og Arnar Pétursson, ÍR sigruðu í flokk kvenna og karla í þessu 102. Víðavangshlaupi ÍR Þau urðu um leið Íslandsmeistarar í 5 kílómetra götuhlaupi.

Fyrst þrír í karlaflokki voru:

1 Arnar Pétursson, ÍR 00:15:29
2 Kristinn Þór Kristinsson, 00:15:55
3 Benoit Branger, INOV8 Iceland, 00:16:58

Fyrstu þrjár konur

1 Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölnir 00:17:55
2 Elín Edda Sigurðardóttir, ÍR, 00:18:34
3 Helga Guðný Elíasdóttir, Fjölnir 00:19:11

Víðavangshlaup ÍR hefur verið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á sumardaginn fyrsta í eina öld. Hlaupið er elsta hlaup landsins og með elstu almenningshlaupum í Evrópu. Aldrei hefur fallið úr hlaup og er Víðavangshlaup ÍR einn af þeim íþróttaviðburðum sem eiga sér lengsta samfellda sögu hér á landi.

Arnar, Kristinn og Benoit urðu fyrstir í karlaflokki.
Fótfráir Arnar, Kristinn og Benoit urðu fyrstir í karlaflokki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann