fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Tvísýnustu kosningar í áratugi

Macron og Le Pen líklegust til að fara áfram í frönsku forsetakosningunum á sunnudaginn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram næstkomandi sunnudag og hafa þær ekki verið eins tvísýnar í áratugi. Spútnik-frambjóðandinn Emmanuel Macron hefur sótt í sig veðrið frá því í byrjun mars síðastliðinn og hefur síðustu daga mælst með mest fylgi frambjóðenda, þetta um og yfir 23 prósent. Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, leiddi lengi vel í könnunum en kemur nú rétt á hæla Macron og mikið þarf að breytast til að þau tvö komist ekki í síðari umferðina sem fram fer 7. maí.

Breytt landslag

Gott gengi Le Pen, ekki síst framan af, vakti áhyggjur margra en flokkur hennar, Þjóðfylkingin, er þjóðernispopúlistaflokkur sem er andsnúinn innflytjendum, múslimum, talar gegn Evrópusambandinu og evrusamstarfinu og hvetur til einangrunarhyggju í Frakklandi. Macron, sem fer fram fyrir flokk sinn En Marche !, hefur aftur á móti verið sakaður um að vera popúlisti, hann hafi í raun ekki stefnu í neinu svo heitið geti. En svo sem fyrr segir, mestar líkur eru til að þau tvö komist áfram í seinni umferð kosninganna og það yrði sögulegt. Venjan er sú að frambjóðendur til forseta í Frakklandi, í það minnsta annar ef ekki báðir, séu fulltrúar gömlu valdaflokkanna, hvor á sínum pólitíska vængnum, íhaldsmanna í Lýðveldisflokknum og vinstri manna í Sósíalistaflokknum.

Marine Le Pen er afar líkleg til að ná í aðra umferð í frönsku forsetakosningunum á sunnudaginn.
Líkleg í aðra umferð Marine Le Pen er afar líkleg til að ná í aðra umferð í frönsku forsetakosningunum á sunnudaginn.

Mynd: EPA

Mikilvægasta breytan í kosningabaráttunni var þegar François Fillon, fyrrverandi forsætisráðherra Lýðveldisflokksins, var ásakaður fyrir að hafa misfarið með fjármuni með því að hafa greitt konu sinni og tveimur börnum yfir 100 milljónir króna fyrir störf sem þau sinntu ekki í raun og veru. Fillon var í forystu framan af en eftir að ásakanirnar komu fram hrapaði fylgi hans en á sama tíma sótti Le Pen í sig veðrið. Leiddi Le Pen í könnunum eftir það en í byrjun mars byrjaði stjarna Macron að risa hægt og örugglega og um miðjan marsmánuð mátti vart á milli hans og Le Pen sjá. Þau hafa síðan verið tölfræðilega jöfn í könnunum.

Laust fylgi

Hvað gerist á sunnudaginn kemur í ljós en helsti óvissuþátturinn nú er sá að fylgi Macron er mjög laust og allt að þriðjungur kjósenda, sem segjast styðja hann, er samt ekki sannfærður um að hann verði fyrir valinu þegar til kastanna kemur. Fylgi frambjóðanda vinstra bandalagsins, Jean-Luc Mélenchon, hefur aukist verulega frá því í síðari hluta marsmánaðar, hefur farið úr tólf prósentum í nítján. Verði kjörsókn dræm gæti það orðið vatn á myllu Mélenchon en dregið úr fylgi Macron. Hvort það myndi duga til kemur í ljós á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum