fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Brynjólfi geðlækni blöskraði það sem hann sá í sturtunni í sundlaug – „Gengur langt út yfir allt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2019 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir skrifar aðsenda grein í Vikudag þar sem hann kvartar sáran undan hegðun ungra stráka í búningsklefa sundlauga. Hann segist mikill sundmaður en honum hafi blöskrað þetta.

„Ég undirritaður byrjaði að sækja sundstaði á Íslandi fyrir 70 árum. Fyrst voru það litlar kennslulaugar skólanna, en fljótt heillaðist ég af Sundhöll Reykjavíkur, enda bjó ég um tíma í nágrenni hennar. Undanfarinn áratug hef ég haldið mig við Sundlaug Akureyrar og sótt þangað í vaxandi mæli. Reyni helst að fara daglega og synda nokkrar ferðir. Þetta er mikil heilsubót, bæði fyrsta flokks líkamsrækt og ódýr sáluhjálp,“ skrifar Brynjólfur.

Hann segir að eitt ákveðið hafi þó skyggt á þetta. „En það hefur því miður skyggt á gleðina og dregið úr ánægju minni síðustu árin að fylgjast með litlum hópi af yngstu sundiðkendunum, sennilega skólasveinum, sem ofbjóða mér stundum með framkomu sinni. Mig grunar að líkt sé á komið hjá fleirum af minni kynslóð og sumir jafnvel orðnir hikandi við að mæta reglulega í sund af þessum ástæðum. Það skal tekið skýrt fram, að ég á ekki við ærsl og fjörkippi stráka og stúlkna á vissu aldursskeiði, ekki heldur við buslugang í lauginni né hávaða,“ segir Brynjólfur.

Það sem honum blöskrar svo er munnsöfnuður og ókurteisi þessa pilta. „Ólmandagangurinn er heilbrigður fylgifiskur útisundlauganna, leiktækin ýta meira að segja undir fyrirganginn, og allir samgleðjast af mismiklum áhuga. Nei. Ég á við munnsöfnuð, ókurteisi og skort á mannasiðum, sem verður stundum vart í sturtum og búningsklefum og langoftast frá örfáum yfirspenntum smástrákum, sem eiga eitthvað meira en aðrir ólært í mannlegum samskiptum. Langoftast duga vægar umvandanir baðvarða og skólaliða, en einstöku sinnum verður maður vitni að framkomu, sem gengur langt út yfir allt, sem taldist viðunandi hér áður fyrr og kostaði í versta falli smáleiðbeiningu frá kennslupriki sundkennarans. Nú má hins vegar varla hasta á ólátabelgi nema eiga á hættu kvartanir og ofanígjafir frá yfirboðurum. Er uppeldisfræði nútímans búin að finna önnur betri ráð sem duga, eða á hreinlega að gefast upp fyrir „ofbeldi óþægðarinnar“??,“ spyr Brynjólfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann