fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Rútuárásin í Sýrlandi: lokkaði börn að sprengjunni

Vistaflutningabíllinn, sem fylltur var sprengiefni, byrjaði að úthluta snakki til barnanna.

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. apríl 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 68 börn voru meðal hinna 126 sem létust þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi upp fjölda rútna í Sýrlandi í gær. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins.

Flestir hinna látnu voru flóttamenn frá herteknum bæjum í Sýrlandi, en þeim var verið að koma í skjól þegar árásin átti sér stað.

Fengu brak í hausinn

Sprengingin olli ekki aðeins tjóni þar sem hún sprakk – kraftur hennar var svo mikill að nokkrir særðust sem voru staddir innan borgarmarka Aleppo.

Það atvikaðist þannig að brak úr rútunum, sem voru staddar rétt utan við borgarmörkin, skaust inn í borgina og hæfði þar fólk sem hlaut lítilsháttar meiðsli af.

Lokkaði börn að sprengjunni

Farartækið sem árásarmaðurinn ók var vistaflutningabíll, sem fylltur hafði verið af sprengiefni.

Samkvæmt Lina Sinjab, útsendara BBC í Sýrlandi, var atburðarásin á þessa leið: Bíllin ók að rútunum og byrjaði að dreifa snarli til viðstaddra. Þetta athæfi fangaði vitaskuld athygli margra barna, sem söfnuðust saman í kringum bílinn. Síðan var hann sprengdur upp í framhaldinu – með þessum hroðalegu afleiðingum.
Lina bætir því við að það þyki sérkennilegt að farartækið hafi fengið inngöngu inn á svæðið án samþykkis ríkisstjórnarinnar.

Hægt er að leiða líkur að því að þarna sé einhver spilling á ferðinni og einræðisherra ríkisins, Assad, sé ábyrgur en hann hefur oft áður staðið fyrir árásum á sína eigin þegna. Enginn hefur þó hingað til lýst yfir ábyrgð á voðaverkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann