Fyrr í dag tók Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á móti You Quan, háttsettum embættismanni í miðstjórn kínverska Kommúnistaflokksins. Fundurinn fór fram í utanríkisráðuneytinu í morgun og beið lögreglufylgd fyrir utan laust fyrir klukkan níu í morgun.
Þessi hópur virðist svo hafa farið beint á kínverska veitingastaðinn Tian við Grensásveg eftir fundinn. Í það minnsta ef marka má mynd sem Örn Úlfar Sævarsson, fyrrverandi spurningahöfundur Gettu betur, deilir á Twitter.
Þar má sjá fyrrnefndan hóp ásamt lögreglufylgd fyrir utan Tian. Svo virðist enn fremur að lífverðir standi við innganginn. Nafn veitingarstaðarins er ef til vill óheppilegt, í ljósi þess að í dag eru 30 ára afmæli mótmælana á Torgi hins himneska friðar, en Tian er oft þýtt sem himnaríki.
„Er Tian besti kínverski veitingastaðurinn eða hvað er þessi limmó-lest að gera þar? Og hvað er löggan að pæla? Hver er sagan? Hversdagur í Grensás Village,“ skrifar Örn Úlfar á Twitter.
Er Tian besti kínverski veitingastaðurinn eða hvað er þessi limmó-lest að gera þar? Og hvað er löggan að pæla? Hver er sagan? Hversdagur í Grensás Village. pic.twitter.com/AVD0y2zMkY
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) June 4, 2019