Núna er illt í efni. Kötturinn hans Páls Óskars, hins ástsæla söngvara og lagasmiðs, er týndur. Páll greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þetta er enginn venjulegur köttur því hann á að halda námskeið eftir nokkra daga, fyrirsætu- og framkomunámskeið, og er fyrir löngu uppselt á námskeiðið. Kötturinn er líklegur til að flakka á ýmsum stöðum í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi, eins og Páll tilgreinir í þessar færslu:
Hjálp, Facebook. Þessi gaur (Tony) hefur ekki sést í 3 daga. Vesturbærinn, Faxaskjól, Sörlaskjól, Nesvegur, Seltjarnarnes.. allt eru þetta líklegir flökkustaðir. Tony er skólastjóri Módelskólans og á að halda „fyrirsætu- og framkomunámskeið“ á næstu dögum sem er löngu uppselt á. Ástandið er því algjört! Vinsamlegir kíkið inn í geymslur, þvottahús, bílskúra, smíðakofa og kjallara ef hann gæti hafa lokast þar inni.
Nánari upplýsingar, þar á meðal tengiliðaupplýsingar er á finna á Facebook-síðunni.