fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Nanna Elísa hafði sigur gegn nauðgara sínum: Hvað á stelpa að gera sem er nauðgað af skólabróður og vini?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júní 2019 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nanna Elísa Jakobsdóttir gekk í gegnum miklar hremmingar er skólabróðir hennar sem hún taldi vera vin sinn nauðgaði henni hrottalega.

Nanna lét draum sinn rætast er hún hóf nám í Alþjóðastjórnmálum við Columbia-háskóla í New York. Námið var erfitt, krefjandi og heillandi. Þetta var nákvæmlega það sem Nanna vildi gera. Áfallið sem hún varð fyrir er vinur hennar réðst á hana var gífurlegt. Hún sagði sögu sína á Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.

Kvöldið sem þetta gerðist fór Nanna út á bar með vinkonum sínum. Síðar um kvöldið slóst vinurinn í hópinn. Nanna minnist þess að hann þótti nærvera hans skyndilega óþægileg en áleit það vera ímyndun í sér, þau væru jú vinir og hann var trúlofaður. En framkoma hans var óviðeigandi þetta kvöld. Nanna missti minnið á köflum og mundi einu sinni eftir sér í leigubíl með manninum. Öðru sinni rankaði hún við sér þar sem árásin stóð yfir. Nanna segir:

„Ég hugsaði með mér Guð minn góður, hann er að nauðga mér. Ég reyni að ýta honum frá mér og æpi nei, þú ert trúlofaður. Mér fannst svo skrýtið að þegar ég horfði í augun á honum þá var eins og hann væri fjarstaddur og ég var að reyna að fá hann til að komast til sjálfs sín.“

Eftir atburðinn megnaði Nanna ekki í fyrstu að takast á við hann. En vinkona hennar sá strax að eitthvað var að. Auk þess voru miklir áverkar á líkama Nönnu eftir árásina. Vinkonan fór með Nönnu á sjúkrahús og þar tók til starfa nauðgunarteymi sem Nanna segir að hafi gert allt rétt. Hjúkrunarfræðingur í teyminu sagðist telja mjög líklegt að maðurinn hafi byrlað Nönnu nauðgunarlyf miðað við minnisglöpin sem hún varð fyrir þetta kvöld og voru í engu samræmi við það magn áfengra drykkja sem hún innbyrti.

Nanna vann úr sínum málum með sálfræðingi, fjölskyldu og vinum. En hún áræddi ekki að kæra til lögreglu. Hún óttaðist sterka stöðu mannsins, sem er hvítur yfirstéttarstrákur með mikil sambönd í borginni, sem hún hefur ekki.

Nanna ætlaði að láta kyrrt liggja en þegar hún varð var við manninn á skólasvæðinu, í byggingunni þangað sem hún sótti nám, og hann lét eins og ekkert hefði í skorist kærði hún manninn til skólayfirvalda. Við tók langt og strangt ferli, í alls átta mánuði, sem endaði með því að maðurinn var fundinn sekur og rekinn með skömm frá skólanum. Í niðurstöðunni var sagt að sjaldan hafi sést jafnmikið ofbeldi í nokkru máli innan skólans. Þá hafi maðurinn ekki sýnt vott af iðrun og barist með kjafti og klóm gegn ásökununum í stað þess að viðurkenna sekt sína og iðrast.

Sjá einnig:

Nanna upplifði loks réttlæti

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið