fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Verðstríð og bensínið lækkar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. júní 2019 15:04

Sviðsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti þrír aðilar sem selja eldsneyti hafa lækkað bensínlítrann í dag. Atlantsolía reið á vaðið og lækkaði verð hjá sér í morgun. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sagði að bensínlítrinn væri nú 22 krónum lægri en annars staðar.

Orkan svaraði þessu og boðaði verðstríð. Í tilkynningu frá félaginu segir:

„Orkan snarlækkar verð á eldsneyti á Dalvegi í Kópavogi og Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði.

Orkan hefur verið brautryðjandi í ódýru eldsneyti og hæstu afsláttunum síðan félagið var stofnað 1995. Orkan lækkar nú verðið á Dalvegi og Reykjavíkurvegi niður í 211,3 kr á bensínlítranum og 201,9 kr af lítranum af dísil, þegar þessi fréttatilkynning er skrifuð.“

Þriðja tilkynningin frá bensínsölum sem hefur borist í dag er frá Dælunni. Dælan rekur fimm bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, í Fellsmúla, Holtagörðum, Stekkjarbakka í Mjódd, Hæðasmára og Salavegi. Dælan lækkar verðið verulega, bæði á bensíni og díselolíu en tilkynningin er eftirfarandi:

„Dælan hefur nú lækkað verðið á öllum sínum fimm bensínstöðvum niður í 211.2 kr. fyrir lítrann af bensíni og 201.8 kr. fyrir lítrann af diesel olíu.

Dælan er ekki með afsláttarlykla eða aðgangskort að sínum stöðvum og því fá allir viðskiptavinir Dælunnar sama lága verðið hvort sem greitt er með debetkortum, kreditkortum eða peningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið