fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Skúli svarar spurningunni sem flestir vilja vita svarið við: Hvernig verður maður milljónamæringur?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 3. júní 2019 16:26

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW Air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, athafnamaður og fyrrverandi forstjóri WOW, var með erindi á Startup Iceland í morgun. Þar fór hann yfir ris og fall flugfélagsins WOW og hvað það er sem hann hefur lært af þessari lífsreynslu.

Ég var ekki viss hvort ég væri tilbúinn að ræða um WOW  og lífsreynsluna í víðara samhengi. En eftir smá umhugsunartíma gerði ég mér grein fyrir að það er gífurlega mikilvægt að horfast í augu  við mistök sín, finna út hvað fór úrskeiðis og að læra af reynslunni.

Gjaldþrot WOW vakti mikla athygli og hafði mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf, auk þess sem fjöldi manns missti vinnuna í kjölfarið. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum. Skúli stóð lengi í ströngu við að reyna að bjarga fyrirtækinu, en gjaldþrotið reið yfir þann 28. mars. Umfjöllun um skiptastjórn þrotabúsins og afleiðingar gjaldþrotsins fyrir þjóðabúið hefur einnig verið fyrirferðarmikil. Ekkert af þessu fór framhjá Skúla sem telur að þekking þjóðarinnar á flugfélagarekstri hafi stóraukist í kjölfarið.

Áhugavert að sjá núna eftir WOW að allir og bræður þeirra hér á Íslandi eru núna orðnir sérfræðingar í flugfélagarekstri.

Skúli virðst ekki hafa tapað húmornum þrátt fyrir undangengna erfiðleika. Hann greindi ráðstefnunni frá brandara sem margir innan bransans þekkja til.

Hvernig verður maður milljónamæringur?

Þú byrjar sem milljarðamæringur og stofnar síðan flugfélag. Það er ég, þetta er ekkert grín heldur raunveruleikinn.

Síðar í erindinu greindi Skúli frá því að hann hafi fjármagnað WOW sjálfur og ekki hleypt fjárfestum að rekstrinum þegar hann hefði  átt að gera það. Afleiðing þess er að sjóðir Skúla eru töluvert minni í dag heldur en þegar hann lagði út í þetta ævintýri til að byrja með.

Ljóst er þó að Skúli mun láta aftur á sér kveða. Hann segir að hann hafi stofnað WOW því  honum leiddist og að honum sé farið að leiðast aftur. Svo sagði hann skemmtilega sögu um hvernig lífið hans er orðið í dag. Skúli stundar það að fara í sund á morgnana, þar sem hann hefur skyndilega mikið meiri frítíma, og segir að það sé góður staður til að ræða málefni líðandi stundar. Þegar hann fór í sund á Seltjarnarnesi um daginn þá komu nokkur ungmenni og settust í pottinn þar sem hann var. Þau stöldruðu þó stutt við þar sem þeim leiddist pólitíska umræðan.  Þá gerði Skúli sér grein fyrir að hann væri ekki lengur í hópi með unga fólkinu:

Shit, ég er núna einn af gömlu köllunum í sundi

Hann segist hafa gert sér grein fyrir að það væri slæm hugmynd að setjast í helgan stein fertugur, eftir að hann seldi OZ og það sé alveg jafn slæm hugmynd núna þegar hann er fimmtugur. Við munum því væntanlega ekki þurfa að bíða lengi eftir endurreisn Skúla,  hvort sem það verður nýtt WOW eða eitthvert algjörlega nýtt og spennandi ævintýri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið