fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Íslendingar hrauna yfir Instagram-stjörnu: „Við viljum ekki fólk eins og þig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júní 2019 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að Íslendingum er ekki skemmt yfir hegðun Alexanders Tikhomirov en hann deildi mynd af sér við bíl sem hann hafði ekið utan vegar í Bjarnarflagi við Mývatn. Tikhomirov hefur ríflega 300 þúsund fylgjendur á Instagram, þar sem hann deildi myndinni. Ótal Íslendinga hrauna þar yfir Tikhomirov og segja honum til syndanna.

Vísir greindi í gær frá athæfi mannsins en Lögreglan á Norðurlandi eystra sagði í stöðufærslu á Facebook að Tikhomirov verði að greiða sekt vegna athæfisins. „Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag hendur í hári ökumanns, sem tók upp á þeim ósóma að stofna til utanvegaaksturs í Bjarnarflagi við Mývatn, skammt frá Jarðböðunum. Vitni gerðu lögreglu viðvart um athæfið og ljóst var að viðkomandi hafði ekið með slíkum ákafa að bifreið hans endaði í festu í leirkenndum jarðvegi í nágrenni heitra gufusvæða,“ segir í færslu lögreglu.

Nú hafa verið skrifuð ríflega sjöhundruð ummæli við mynd Tikhomirov og virðast Íslendingar vera fokreið við hann. „Þú ert ekki velkominn á Íslandi lengur,“ skrifar einn maður. Íslensk kona skrifar svo: „Hunskastu heim og komdu aldrei aftur fávitinn þinn.“ Annar Íslendingur skrifar svo: „Við viljum ekki fólk eins og þig“

Ein kona segir að Tikhomirov ætti að skammast sín. „Það að þú ferð til annars lands til að fremja glæp og eyðileggja náttúru er nógu slæmt. En að monta sig af því að þurfa að borga sekt og deila mynd af því er utan míns skilnings. Algjörlega til skammar.“

Einn Íslendingur vonast svo til þess að hann sjái að sér. „Þegar þú hefur tekið hausinn út úr rassinum á þér þá geri ég ráð fyrir því að þú gefir dágott fé til Landverndar, helvítis hálfvitinn þinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Í gær

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“