fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Miklar skemmdir við Jarðböðin eft­ir ut­an­vega­akst­ur – „Við héld­um fyrst að þetta væri óhapp“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. júní 2019 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn frá Húsavík höfðu í dag hendur í hári ökumanns sem festi jeppa í Bjarnarflagi við Mývatn, skammt frá Jarðböðunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra en þar segir að vitni gerðu lögreglu viðvart um athæfið. Engin aðstoð var þó veitt við að losa bifreiðina fyrr en lögregla var komin á vettvang og hafði klárað rannsókn málsins.

Ljóst var að viðkomandi hafði ekið með slíkum ákafa að bifreið hans endaði í festu í leirkenndum jarðvegi í nágrenni heitra gufusvæða. Ökumanninum, sem er af erlendu þjóðerni, verður gert að greiða sekt í ríkissjóð. Hermt er að sektirnar verði vegna gífurlegrar skemmdar sem urðu á kaflanum sem bíllinn ók um áður en hann festist í leirnum.

Í samtali við Morgunblaðið segir Sig­urður Jón­as Þor­bergs­son, einn land­eig­enda Reykja­hlíðar, að um ásetningsbrot sé að ræða. „Við héld­um fyrst að þetta væri óhapp og þau hefðu lent út af, en síðan kom í ljós að þau komu úr hinni átt­inni og höfðu síðan beygt og tekið sveigju þarna niður,“ seg­ir Sigurður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot