fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Nakinn í garðinum í Vesturbænum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. júní 2019 06:45

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar og hávaða. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að alls hafi tólf ökumenn verið stöðvaðir, ýmist fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Þannig hafði hún afskipti af manni sem var nakinn í húsagarði í Vesturbænum klukkan hálf fimm í nótt. Tilkynnt hafði verið um manninn en frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu.

Þá var einstaklingur handtekinn í miðborginni um þrjú leytið í nótt fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Einnig reyndi hann að tálma störf lögreglu. Hann var látinn laus eftir að rætt hafði verið við hann á lögreglustöð. Lögregla handtók svo mann eftir að hann hafði sparkað í lögreglumann. Hann var vistaður í fangaklefa.

Klukkan rúmlega 19 í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut. Frekari upplýsingar um óhappið koma ekki fram í skeyti lögreglu. Um níu leytið í gærkvöldi var tilkynnt um sinubruna við Heiðmerkurveg. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins sem reyndist vera minniháttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot