Neymar, dýrasti knattspyrnumaður allra tíma er sakaður um nauðgun. Glæpurinn á að hafa átt sér stað í París fyrr á þessu ári. Fjölmiðlar í Brasilíu, heimalandi hans segia frá.
UOL Sport ræddi við konuna sem sakar Neymar um nauðgun, hún er frá Brasilíu. Neymar flaug henni til Parísar, til að hitta sig.
Sagt er að Neymar hafi mætt vel ölvaður á hótel hennar í París. Sofitel Paris Arc Du Triomphe, sem hann hafð bókað fyrir hana. Þetta var 15 maí, sagt er að Neymar hafi verið bæði árásargjarn og ágengur. Áður en brotið átti sér stað.
Konan var í miklu áfalli, hún snéri aftur heim til Brasilíu tveimur dögum síðar, að eigin sögn.
Hún lagði fram kæru í Sao Paulo, þar sem hún á heima, á föstudag. Neymar er þessa stundina í verkefni með landsliði, Brasilíu.
Neymar er lang skærasta stjarna Brasilíu en ljóst er að hann mun þurfa að svara til saka.