Liverpool fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu í kvöld er liðið mætti Tottenham í úrslitaleiknum í Madríd.
Leikið var á Wanda Metropolitano vellinum, heimavelli Atletico Madrid og vann Liverpool 2-0 sigur.
Ballið byrjaði á fyrstu mínútu er Mo Salah skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu. Hendi var dæmd á Moussa Sissoko strax í byrjun leiks og skoraði Salah örugglega.
Það eru ekki allir sammála því að dómurinn hafi verið réttur en Damir Skomina benti á punktinn.
Sadio Mane gaf boltann fyrir og var hendi Sissoko á heldur óvenjulegum stað en það gæti þó verið harkalegt að dæma víti.
Dæmi nú hver fyrir sig.