fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Liverpool hefndi fyrir tapið í fyrra og vann Meistaradeildina

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. júní 2019 20:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham 0-2 Liverpool
0-1 Mo Salah(víti, 2′)
0-2 Divock Origi(87′)

Liverpool fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu í kvöld er liðið mætti Tottenham í úrslitaleiknum í Madríd.

Leikið var á Wanda Metropolitano vellinum, heimavelli Atletico Madrid og vann Liverpool 2-0 sigur.

Ballið byrjaði á fyrstu mínútu er Mo Salah skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu. Hendi var dæmd á Moussa Sissoko strax í byrjun leiks og skoraði Salah örugglega.

Tottenham var í kjölfarið meira með boltann nánast allan leikinn og fékk ákjósanleg færi til að jafna metin.

Næsta mark skoraði hins vegar Divock Origi fyrir Liverpool á 87. mínútu og gulltryggði titilinn.

Liverpool tókst því að hefna fyrir tapið á síðustu leiktíð er liðið lá gegn Real Madrid í úrslitunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum