Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur til aðhlynningar eftir árekstur skammt norðan við Æsustaði í Langadal um hádegisbil. Frá þessu er sagt á vef RÚV.
Tildrög slyssins eru óljós, en báðir bílarnir voru á suðurleið þegar þeir rákust saman. Bílstjóri og farþegi úr öðrum bílnum voru fluttir með þyrlunni.
Þyrlan kom til Reykjavíkur um hálf tvö í dag en ekki er vitað um líðan þeirra slösuðu.