Jose Antonio Reyes, fyrrum stjarna Arsenal, er látinn, 35 ára að aldri en þessar fregnir voru staðfestar í dag.
Reyes lést í bílslysi í heimalandinu í dag en það var fyrrum félag hans Sevilla sem greindi frá fyrst.
Reyes var eins og áður sagði aðeins 35 ára gamall og var samningsbundinn liði Extrememadura.
Hann átti mjög glæstan feril og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Atletico Madrid og Sevilla.
Enskir knattspyrnuaðdáendur kannast einnig við Reyes sem spilaði með Arsenal frá 2004 til 2007.
Reyes lék þá 21 landslek fyrir Spán og ríkir mikil sorg í landinu eftir þessar hræðilegu fréttir.