Paul Gascoigne er nafn sem allir knattspyrnuaðdáendur kannast við en hann er fyrrum landsliðsmaður Englands.
Gascoigne er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Tottenham en ferill hans var frá árinu 1985 til ársins 2004.
Gascoigne hefur lent í miklum vandræðum eftir að ferlinum lauk en hann er háður bæði áfengi og vímuefnum.
Þessi fyrrum hetja er 52 ára gömul í dag og hefur margoft farið í meðferð vegna fíknar sinnar.
Í gær birtist mjög sorglegt myndband af Gascoigne þar sem hann er staddur á hóteli ásamt aðdáanda sínum.
Þessi aðdáandi fékk loksins að hitta hetjuna sína, Gascoigne, en fékk heldur óhugnanleg skilaboð er hann tók upp myndband af þeim saman.
Gascoigne bað manninn um kókaín og spurði hvort hann gæti reddað sér eiturlyfinu gegn greiðslu.
Því miður virðist Gascoigne ekki ætla að sigrast á fíkninni eins og myndbandið hér fyrir neðan gefur til kynna.
Very sad to see indeed, he was doing so well too, sounds like it’s not just the drink he’s back on either going by his comments here ??♂️? #Gazza #Gascoignepic.twitter.com/pnWdtF8Jg8
— Mr. Hassan ?? (@TurkishPride86) May 31, 2019