fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Dæmdur fyrir að keyra með skotvopn undir áhrifum fíkniefna – Fimmtánda brotið frá árinu 2010

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 31. maí 2019 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var nýverið dæmdur í fjögurra ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir alvarleg fíkniefna og umferðarlagabrot. Þann 22. desember síðastliðinn var maðurinn tekinn að keyra bifreið sinni við Krók í Flóahreppi undir áhrifum fíkniefna, ásamt því að hafa verið með skotvopn undir hendi án skotvopnaleyfis.

Maðurinn á að hafa neytt fíkniefna, en amfetamín, kókaín og tetrahýdrókannabínólsýra (niðurbrotsefni kannabisefna) fundust í þvagi og blóði mannsins.

Þar að auki fundust fíkniefni í sætisvasa hans og í bakpoka sem geymdur var í bílnum, en fíkniefnin virðast hafa verið ætluð til sölu. Haglabyssa af gerðinni Franchi ásamt 20 haglaskotum á einnig að hafa verið í vörslu þess ákærða en hann var ekki með skotvopnaleyfi.

Maðurinn játaði að hafa framið lögbrotin sem um ræðir, en hann var dæmdur í fjögurra ára og þriggja mánaða fangelsi og þar að auki þarf hann að greiða 431.117 krónur. Hann braut með þessu skilorð sitt, sem skýrir hve þungan dóm hann hlaut.

Þetta var í fimmtánda skiptið sem að sá ákærði sætti refsingu frá árinu 2010. Þau brot sem honum hafði verið refsað fyrir voru ýmist umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot og áfengislagabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”