fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Harmleikur í Arizona: Tveggja ára drengur varð níu ára bróður sínum að bana

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. mars 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ára drengur í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum, Landen Lavarnia, lést eftir hörmulegt slys á heimili sínu á mánudag.

Landen var að leik með tveggja ára bróður sínum þegar hinn síðarnefndi handlék skotvopn á heimilinu. Ekki vildi betur til en svo að skot hljóp úr byssunni og í höfuð drengsins sem var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í Phoenix.

Móðir bræðranna, Wendy Lavarnia, 28 ára, var handtekin og kærð vegna málsins. Hún sagði við lögreglu að hún hefði skilið hlaðið vopnið eftir á náttborði sínu í stutta stund. Á meðan hafi tveggja ára sonur hennar tekið byssuna með fyrrgreindum afleiðingum. Þá sagðist hún áður hafa leyft börnum sínum að leika með skotvopnið þegar engar byssukúlur voru í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki