fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Styrmir um Miðflokkinn: „Á ekki að atyrða þá fyrir það heldur þakka þeim“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og einn ötulasti talsmaður andstæðinga þriðja orkupakkans, segir að þakka beri þingmenn Miðflokksins fyrir málþóf þeirra á Alþingi, þar sem það sé þjóðarvilji að hafna orkupakkanum:

„Málþófið, sem nokkrir þingmenn hafa haldið uppi á Alþingi að undanförnu vegna þeirra áforma þingmanna stjórnarflokkanna, að samþykkja orkupakka 3 er endurspeglun á þjóðarvilja, eins og hann hefur komið fram í skoðanakönnunum um málið. Þess vegna á ekki að atyrða þá fyrir það heldur þakka þeim.“

Styrmir segir málið verstu mistök Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum:

„Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið að sér það hlutverk að leiða þetta mál. Með því eru þeir að gera mestu mistök, sem flokkurinn hefur gerzt sekur um í utanríkismálum. Slík mistök eru ekki mörg, en aðallega á undanförnum árum. Þá er átt við áform, sem þáverandi forystusveit flokksins hafði uppi um að breyta stefnu flokksins gagnvart aðild að ESB en hrökklaðist til baka með, þegar grasrótin reis upp, stuðningur sumra þingmanna við Icesave á sínum tíma og þátttaka í blekkingarleiknum með aðildarumsóknina í marz 2015, sem nú hefur verið afhjúpaður rækilega. Ein slík mistök má nefna frá fyrri tíð, en það var stefnumörkun um nýjan áfanga í útfærslu fiskveiðilögsögunnar fyrir þingkosningarnar 1971.“

Þá segir Styrmir að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli þingmanna Sjálfstæðisflokksins og stuðningsmanna:

„Afleiðing þess, sem nú er að gerast á Alþingi er að stórir hópar stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins treysta núverandi þingmönnum ekki lengur.Það er alvarlegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn