fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Hafa enn ekki fengið WOW air ferðina endurgreidda frá Netgíró – „Þeir upplýsa engan um neitt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. maí 2019 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur brögð virðast að því að þeir sem greiddu ferð með WOW air í gegnum Netgíró, í aðdraganda gjaldþrots WOW air, hafi enn ekki fengið ferðina endurgreidda. Þeir sem höfðu greitt slíkar ferðir, sem aldrei voru farnar, með greiðslukortum, fengu þær endurgreiddar í apríl.

Maður sem keypti ferð á slíkum tíma í gegnum Netgíró hafði samband við DV í dag og sagðist ekkert hafa heyrt frá Netgíró. Hann hefur reyndar litlar áhyggjur af þessu hvað hann sjálfan áhrærir og ætlar að reyna að ná sambandi við fyrirtækið áður en hann fer í sína næstu utanlandsferð í júlí. Maðurinn segir hins vegar að ekki sé auðvelt að fá upplýsingar hjá Netgíró:

„Þeir upplýsa engan um neitt. Þetta er bara allt í vinnslu og engar upplýsingar á heimasíðu þeirra og enginn póstur frá þeim.”

Sumir hafa fengið endurgreitt en ekki allir

Rétt er að geta þess að DV hefur ekki náð sambandi við stjórnendur hjá Netgíró vegna málsins en lagði inn fyrirspurn í dag. Var það í boði þegar hringt var í fyrirtækið og beðið um samband við stjórnanda eða fjölmiðlafulltrúa. Engan veginn liggur fyrir hve umfangsmikið þetta er og raunar er ljóst að sumir viðskiptavinir Netgiró hafa fengið endurgreitt. Ljóst er hins vegar líka að dæmi eru um hið gagnstæða. Óvíst er hvað þau eru mörg.

Netgíró birti stutta tilkynningu á Facebook-síðu sinni þann 28. mars, með umsóknarformi, þar sem fólki var boðið að skrá sig fyrir endurgreiðslu á sinni ferð.

Undir tilkynningunni eru fyrirspurnir frá nokkrum viðskiptavinum sem segjast enn ekki hafa fengið sína ferð endurgreidda. Þó tekur einn þar til máls sem segist hafa fengið greitt. Nýjustu ummælin frá viðskiptavini sem ekki hefur fengið endurgreiðslu eru vikugömul.

„Það gæti verið gott að fá frekari upplýsingar frá ykkur hvenær verður þetta endurgreitt? Ég veit að þið eruð að vinna í því ferli en flestir sem vöru að borga með kreditkortið eru búnir að fá endurgreitt. Og sumir frá Netgíro líka. Ég var að sækja þann 29.mars og er ennþá að bíða. Svolítið lengur tími hjá ykkur,” skrifar einn viðskiptavinur.

Allar vörur og þjónusta falla undir neytendavernd

Netgíró sendi frá sér fréttatilkynningu í fyrrasumar þar sem kom fram að allar vörur og þjónusta sem greidd eru með Netgíró falli undir lög um neytendavernd. Það þýðir að viðskiptavinir Netgíó fá endurgreitt ef flug fellur niður, til dæmis vegna gjaldþrots flugfélags. Greint var frá þessu í frétt á vef Mannlífs í fyrra.

Netgíró virkar þannig að viðskiptavinur fær reikning í netbanka eftir að hann hefur keypt vöru. Hann hefur 14 daga frest til að greiða en getur byrjað að nýta sér vöruna strax. Einnig eru í boði raðgreiðslur sem gera viðskiptavinum kleift að dreifa greiðslum yfir allt að tvö ár, en fyrir svo langan tíma þurfa það vitanlega að vera stór viðskipti. Lægsta fjárhæð sem hægt er að dreifa er 9.900 kr. og er hægt að skipta henni á tvo gjalddaga. Sjá nánar á vef Netgíró.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð