fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Guðlaugur Þór á ráðherrafundi Evrópuráðsins: „Vernd mannréttinda er grundvallaratriði“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. maí 2019 15:30

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra ásamt Timo Soini og Thorbjørn Jagland Mynd-Utanríkisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Evrópuráðsins og staða mannréttindamála í Evrópu voru helstu umræðuefnin á ráðherrafundi ráðsins sem lauk í Helsinki í dag. Ráðið fagnar sjötíu ára afmæli um þessar mundir og sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra athöfn í tilefni þess.

Ráðherrafundur Evrópuráðsins fór að þessu sinni fram í Helsinki en Finnland er fráfarandi formennskuríki ráðherranefndar ráðsins. Í upphafi fundar í gær undirritaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra samning Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum fyrir hönd Íslands. Jafnframt var haldin athöfn í tilefni af sjötíu ára afmæli ráðsins, en ráðið var stofnað þann 5. maí árið 1949. „Evrópuráðið hefur komið til leiðar mikilvægum umbótum í þágu borgaranna og átt þannig drjúgan þátt í að gera mannréttindi, lýðræði og réttarríkið að grunnstoðum í samfélögum okkar. Saga Evrópuráðsins hefur þó ekki verið án áskorana. Á síðustu árum hefur það til dæmis glímt við erfiðleika sem tengjast innlimun Rússlands á Krímskaga,“ sagði Guðlaugur Þór, en á fundinum var farið yfir afstöðu Rússa innan ráðsins og tengdar áskoranir.

Á ráðherrafundinum, sem lauk í dag, voru umræður um ársskýrslu Thorbjørns Jagland, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Meðal annars var rætt um endurbætur á starfsemi ráðsins, ógnir við tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í álfunni og stöðu mannréttindamála. Í ræðu sinni á fundinum undirstrikaði ráðherra meðal annars mikilvægi þess að aðildarríki ráðsins tryggi mannréttindi hinsegin fólks og komi í veg fyrir mismunun og árásir gagnvart því. „Vernd mannréttinda er grundvallaratriði og því hef ég lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk í framkvæmd utanríkisstefnunnar. Í því sambandi má nefna að Ísland fullgilti á síðasta ári samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu við ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi,“ sagði utanríkisráðherra.

Fundinum lauk með því að Frakkland tók formlega við formennsku í ráðherranefnd Evrópuráðsins til næstu sex mánaða. Í tengslum við fundinn átti utanríkisráðherra einnig tvíhliða samtal við starfsbróður sinn frá Póllandi, Jacek Czaputowicz, þar sem málefni nýs Herjólfs voru meðal annars rædd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki