fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Blaðamaður Expressen segir Hatara bjarga fyrra undanúrslitakvöldinu frá glötun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2019 08:30

Mun Hatrið sigra? Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Anders Nunstedt hjá sænska blaðinu Expressen skrifar langan pistil um þátttöku Hatara í Eurovision. Hann segir Íslendinga bjarga þessu fyrra undanúrslitakvöldi sem fer fram í kvöld í Tel Aviv.

„Íslendingarnir redda því sem hægt er að redda. Hatari er stóra atriðið á undankvöldi án líklegra sigurvegara,“ skrifar hann og segir að fyrri undanriðillinn sé arfaslakur, fyrir utan Hatrið mun sigra með Hatara. Hann segir seinni undanriðilinn vera mun sterkari og er handviss um að Svíinn John Lundvik blandi sér í toppbaráttuna með lagið Too Late for Love, eins og margir hafa spáð. Raunar er það ekkert launungarmál að seinni riðillinn er mun sterkari en sá fyrri, sérstaklega eftir að hin úkraínska Maruv datt úr keppninni.

Áheyrnarprufa fyrir hryllingsmynd

Hann þakkar Hatara fyrir að taka þátt og segir meðlimi sveitarinnar skera sig úr í keppninni.

„Þær gætu komið frá annarri plánetu en þeir koma frá Íslandi,“ skrifar hann. „Þeir eru ekki líkir neinum öðrum, ekki einu sinni Lordi. Vissulega voru þungarokkararnir frá Finnlandi með skrímslagrímur og eldglærur frá annarri vetrarbraut þegar þeir unnu Eurovision með Hard Rock Hallelujah, en þeir voru líka með grípandi viðlag sem var blanda af klassískum slögurum og Alice Cooper,“ skrifar hann. „Hatari skiptir sér ekkert af svoleiðis skrauti. Þeir rústa versunum þar til þau líkjast öskrum, truflandi hávaða. Síðan bjóða þeir upp á hávaða sem minnir meira á áheyrnarprufu fyrir hryllingsmynd en Eurovision.“

„Þeir eiga að vera of mikið“

Þá minnist Anders einnig á hvernig Hatari blandar tónlistinni saman við BDSM og segir allt atriðið óþægilegt smyrsl fyrir eyrun innan um hefðbundin Eurovision-lög.

„Kannski eru þeir of mikið. Þeir eiga að vera of mikið,“ skrifar hann og heldur áfram. „En á kvöldi sem einkennist af litlum gæðu, þar sem ekkert nýtt er undir sólinni, og kvöldi þar sem sænskir sjónvarpsáhorfendur fá ekki að kjósa (Svíar fá fyrst að kjósa í undankeppninni þar sem Svíþjóð keppir) gleðja þeir mann aðeins.“

Eins og áður segir keppa Hatarar í fyrri undankeppninni í kvöld og þá kemur í ljós hvort Ísland kemst í úrslit í fyrsta sinn í fimm ár. Dómararennsli var í gærkvöldi og stóðu Hatarar sig með prýði á því rennsli. Bein útsending frá fyrri undankeppninni hefst klukkan 19 í RÚV og auðvitað fylgist DV vel með stöðu mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta