fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

„Það er einfaldlega alltof hættulegt að stunda kynlíf með körlum þessa dagana“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. maí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alyssa Milano, leikkonan sem hratt #MeeToo-hreyfingunni af stað fyrir um tveimur árum hvetur nú konur til að halda sig frá því að stunda kynlíf með körlum. Þetta eru viðbrögð hennar við nýjum og hertum lögum og reglum um fóstureyðingar í mörgum ríkjum Bandaríkjanna.

„Það er einfaldlega alltof hættulegt að stunda kynlíf með körlum þessa dagana“.

Sagði hún í tísti á Twitter. Milano hefur verið framarlega í flokki þeirra sem berjast fyrir réttindum kvenna og vekja orð hennar yfirleitt mikla athygli.

Alyssa Milano. Mynd:Wikimedia Commons

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í síðustu viku samþykkti þing Georgíuríkis að banna fóstureyðingar frá þeim tíma sem hjartsláttur fóstursins heyrist, það gerist í sumum tilfellum strax á sjöttu viku meðgöngu. Georgía er fjórða ríkið til að fara þessa leið.

„Þar til konur hafa lögfræðileg yfirráð yfir eigin líkömum getum við einfaldlega ekki tekið áhættuna á að verða barnshafandi. Gangið til liðs við mig og haldið ykkur frá kynlífi þar til við fáum aftur að ráða yfir líkama okkar.“

Sagði Milano í upphaflegu tísti sínu á föstudaginn undir myllumerkinu #sexstrike (kynlífsverkfall). Hún hefur að vonum fengið mörg og mismunandi viðbrögð við þessu.

Það kemur kannski einna helst á óvart í þeim að meðal þeirra sem styðja hvatningu Milano er íhaldssamt kristilegt fólk. Það styður hugmyndina út frá þeirri hugmyndafræði að fólk eigi ekki að stunda kynlíf fyrir hjónaband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum