fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Ofsóknir á hendur kristnu fólki eru þjóðarmorð nútímans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. maí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólitískur rétttrúnaður er ástæðan fyrir að ekki hefur verið tekist á við kúgun á kristnu fólki. Kristið fólk er „lang ofsóttasti“ trúarhópurinn í heiminum og upplifir nú það sem jafna má við þjóðarmorð í sumum heimshlutum. Kristnir hafa verið hraktir á flótta frá Miðausturlöndum og hugsanlega mun það leiða til þess að kristinni trú verður útrýmt á svæðum þar sem „dýpstu rætur hennar liggja“.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem var unnin fyrir breska Utanríkisráðuneytið. Daily Mail skýrir frá þessu. Fram kemur að í skýrslunni komi fram að sannanir séu fyrir að ofsóknir á hendur kristnu fólki sé verri nú en nokkru sinni áður. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, segir að „pólitískur rétttrúnaður“ sé ástæðan fyrir að ekki hefur tekist að takast á við þá kúgun sem kristið fólk sætir en hann kallar þetta „gleymdu ofsóknirnar“.

Hunt segir að hann muni nota áhrif Breta á alþjóðavettvangi til að vernda kristið fólk sem sætir árásum vegna trúar sinnar. Hann viðurkennir einnig að vandanum hafi stundum verið afneitað vegna „óþarfa áhyggja“ að það að takast á við vandann muni verða túlkað sem nýlendustefna.

Samkvæmt skýrslunni er kristið fólk „áreitt“ í fleiri ríkjum en fólk af öðrum trúarbrögðum. Þetta á sérstaklega við í löndum þar sem íslamstrú er stærst en þannig er staðan í mörgum ríkjum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. 245 milljónir kristinna manna eru sagðir sæta áreiti og ofsóknum í 50 löndum og fjölgi þeim um 30 milljónir á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum