fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Sögu Garðars brá þegar að maturinn kom á borðið: „Ég hef aldrei fyllst jafn miklum viðbjóði“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 16:00

Saga Garðarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Saga Garðarsdóttir dvelur nú í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum, Snorra Helgasyni, og dóttur þeirra. Saga leyfir fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með, en Saga er auðvitað þekkt fyrir að vera fyndin með eindæmum. Skemmtisaga af veitingastað í München ber þess merki.

„Hér má sjá misstóra fjölskyldumeðlimi í München rétt áður en okkur var færð ógirnilegasta máltíð Bæjarlands; tvær soðnar hvítar pulsur bornar fram í pulsuvatni með pretzel,“ skrifar Saga, sem var ekki skemmt þegar að maturinn kom á borðið.

„Nú verð ég að segja að ég hef aldrei fyllst jafn miklum viðbjóði fyrr en þökk sé félagsskap @helgaosk þá náði þetta ekki að brjóta mig alveg,“ bætir hún við og vísar í vinkonu sína Helgu Ósk Hlynsdóttur. „Niðurstaða: Í München er best að vera í góðum félagsskap á fastandi maga.“

Rétturinn sem Sögu blöskraði svo heitir á frummálinu Weißwurst, sem þýðir bókstaflega hvít pylsa. Um er að ræða hefðbundinn rétt frá Bæjaralandi, en um er að ræða pylsur sem búnar eru til úr kálfakjöti og beikoni. Oftast eru pylsurnar bragðbættar með steinselju, sítrónu, lauk, engiferi og kardimommum. Pylsurnar eru hitaðar í vatni, sem er við það að sjóða, í um tíu mínútur og verða þær gráhvítar eftir suðuna.

Pylsurnar eru bornar fram í heitu vatni ásamt sætu sinnepi og saltkringlu. Þykir þetta mikið lostæti en innfæddir borða pylsurnar með því að sjúga fyllinguna innan úr pylsuhúðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“